Eldgos í Brennisteinsfjöllum ... eða ekki
15.11.2016 | 22:20
Enga athygli vekur að í morgun, rétt fyrir klukkan átta var jarðskjálfti við Kleifarvatn upp á 3 stig. Það þykir nokkuð mikið á þessum slóðum. Svona stórir jarðskjálftar í Kötluöskjunni eða Bárðarbungu fá umsvifalaust stríðsfyrirsagnir á vefmiðlum.
Skjálftinn var tæpan einn km frá Systrastapa en hann er gengur út í vatnið vestanvert nálægt því miðju.f
Annað sem vekur athygli leikmannsins eru skjálftahrina hefur verið í nokkrar vikur suðaustan við Fagradalsfjall. Fjallið er um átta km norðaustan við Grindavík.
Jarðfræði Reykjaness er dálítið skrýtin. Þar eru sprungur sem hafa norður-suður stefnu. Þetta eru svokallaðar sniðgengissprungur sem þýðir að verði hreyfing í þeim fara barmar þeirra í gagnstæðar áttir.
Sex eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og fullt af gjám og misgengjum. þetta eru Reykjanes, Eldvörp-Svartsengiu, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og loks Hengill.
Merkilegast er að á Reykjanesi verða varla stærri jarðskjálftar en sem sex stiga. Sú kenning er uppi og hefur líklega verið sönnuð að skjálfti í einu kerfi geti búið til spennu sem framkalli síðar skjálfta í næsta kerfi fyrir austan.
Leikmannsþankarnir eru á þá leiða að hugsanlega hafa skjálftarnir við Fagradalsfjall búið til mikla spennu sem olli svo stóra skjálftanum í Krýsuvíkurkerfinu í morgun. Spurningin er sú hvort að sá skjálfti hafi verið nógu stór til að losa úr allri spennu Fagradalskerfisins.
Hvað næst gerist veit enginn. Hugsanlega verður jarðskjálfti í Brennisteinsfjallakerfinu og þá er komið að the scary moment, staðreyndinni sem allir óttast. Sko, Brennisteinsfjallakerfið hefur lengi verið virkasta eldstöðvakerfið á Reykjanesi, mest hraun hafa runnið þaðan.
Nú er ég ekki að spá gosi á þessum slóðum nema þar verði gos á næstunni en verði það ekki er þetta bara leikmannstal ... Hef ekki hundsvit á jarðfræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Sigurður. Athyglivert. Stundum finnst mér ég finna fyrir jarðskjálfta, en þá er það yfirleitt bara ímyndun, og sem betur fer. Ekki hef ég heldur hundsvit (sem er reyndar meira en mannsvit) á jarðfræði.
Blá Lónsins Grímur Sæmundsen, með alla sína ferðamálastofupeninga vill að sjálfsögðu ekki fjölmiðlaupplýsinga-raska sjálfvirka ríkissjóðs-peningaflæðinu til einkaframkvæmda úr ferðamálaskattpyngju ríkisins þrælagreiddu.
Allt hefur sínar (ó)-eðlilegu spillingarskýringar þegar kemur að klíkueigenda-þöggunarfjölmiðlun.
Hættuleg stefna fjölmiðla heimsins ætti raunverulega að vekja hjá fólki meiri ótta, heldur en hættulegar alheimsorkunnar jarðhræringar. Það væri alla vega rökrétt, miðað við heimsins innistæðulausa kauphallar-svikastefnu!
Það verður vonandi ekki enn ein Kauphallanna krísan, og vonandi ekki heldur Krísu-víkur-skjálfti á stórhættulegu stigi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2016 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.