Ómerkilegt stjórnarmyndunarleikrit í 20 köflum

Höfum ţađ á hreinu ađ ekki ţarf „umbođ“ eđa leyfi frá forseta Íslands til ađ mynda ríkisstjórn. Ef til dćmis Sjálfstćđisflokkurinn, Viđreisn og Björt framtíđ vilja mynda ríkisstjórn, ţá einhenda ţessir flokkar sér í ţađ án ţess ađ gera rúmrusk á Bessastöđum.

Ţess í stađ er búiđ ađ semja alveg stórundarlega atburđarás sem er síst af öllu skilvirk enda kanna ađ verđa úr henni leikrit sem spinnst sjálfvirkt áfram án allrar skynsemi, verđur jafnvel ađ tuttugu kafla gamanleik eđa satíru. Látum hugann reika:

1. kafli

Forsetinn rćđir í klukkutíma viđ formenn allra stjórnmálaflokka sem náđu manni kjörinn á ţingiđ.

2. kafli

Forsetinn hugsar máliđ í tuttugu og fjórar klukkustundir og hringir svo í einn formann og bođar hann á fund á Bessastöđum.

3. kafli

Forsetinn afhendir formanni eins stjórnmálaflokksins „umbođ“ til stjórnarmyndunar. Umbođiđ er ţó hvergi til, hvorki skriflegt né munnlegt, heldur segir forsetinn: Ef ţú getur myndađ ríkisstjórn vćri ţađ gott. Komdu svo til mín aftur eftir helgi og segđu mér hvernig gengur.

4.kafli

Forsetinn heldur blađamannafund og upplýsir hverjum hann hefur faliđ ađ mynda stjórn. Forsetinn er spurđur um launakjör sín. Formađurinn sem ćtlar ađ mynda ríkisstjórn svarar fyrirspurnum. Hann er spurđur um launahćkkanir kjararáđs.

5. kafli

Formađurinn sem ćtlar ađ mynda ríkisstjórn kallar formenn annarra stjórnarflokka til fundar viđ sig í Ráđherrabústađnum, einn í senn.

6. kafli

Formađurinn sem ćtlađi ađ mynda ríkisstjórn hittir forsetann á fundi á Bessastöđum og skilar „umbođinu“. Honum hefur ekki tekist ađ mynda ríkisstjórn.

7. til 13. kafli

Forsetinn veitir öđrum formanni stjórnmálaflokks „umbođ“ til stjórnarmyndunar. Sá bođar formenn hinna stjórnmálaflokkanna á sinn fund og kannar möguleikanna. Honum tekst ekki ađ mynda ríkisstjórn og skilar ţví umbođinu. Ţetta endurtekur sig í fimm skipti til viđbótar. 

14. kafli

Forsetinn hugsar máliđ ... enn og aftur. Hann bođar til blađamannafundar ... enn og aftur og segist hugsanlega, kannski, ef til vill og jafnvel vera ađ íhuga utanţingsstjórn.

15. kafli

Meintur formađur stjórnmálaflokks tekur djúpan smók og hringir í forsetann og segist geta stutt minnihlutastjórn vinstri sinnađra flokka.

16. kafli

Forsetinn bođar til blađamannafundar og lofar formann stjórnmálaflokksins og biđur hann um ađ mynda minnihlutastjórn og styđja hana.

17. kafli

Minnihlutastjórn er mynduđ međ stuđningi stjórnmálaflokksins.

18. kafli

Stjórnmálaflokkurinn sem lofađi stuđningi viđ minnihlutastjórn klofnar í fernt vegna ţess ađ ekki er sátt um fjárlagafrumvarpiđ, ráherra, önnur lög, stjórnarskránna og svo framvegis.

19. kafli

Minnihlutastjórnin segir af sér og forsetinn biđur hana ađ sitja fram yfir nćstu kosningar.

20. kafli

Meirihluti ţingsins bođar til ţingkosninga.

Svona getur nú fariđ ţegar óskilvirkni og sýndarmennska fćr ađ ráđa.

Líklegast er best ađ eftir hverjar kosningar ađ formađur stćrsta stjórnmálaflokksins fái „umbođiđ“, ţegjandi og hljóđalaust og án atbeina forseta. Hinir formennirnir eigi ţó frítt spil og geti gert ţađ sem ţeir vilja, myndađ ríkisstjórn eđa beđiđ símtalsins frá stóra flokknum.

Verđandi forsćtisráđherra sem tekst ađ mynda ríkisstjórn hringir svo í forsetann og tilkynnir honum stöđu mála. Forsetinn kinkar gáfulega kolli og heldur svo áfram ţví sem hann var ađ gera ţegar hann var truflađur međ símhringingu. Eđa ţá ađ forsetinn lesi um stjórnarmyndunina á Facebook.

Ţess má hér geta ađ verđmiđinn á ţingkosningar er líklega um 200 milljónir króna. Skynsamlegast er ađ kjósa aftur heldur en ađ búa til hundleiđinlegt leikrit sem hefur engan tilgang nema halda stjórnvöldum frá stjórn landsins og löggjöf.

Nema auđvitađ ađ land og ţjóđ „fúnkeri“ bara ágćtlega án ríkisstjórnar og löggjafarţings.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband