Ekki er hægt að semja um umsókn að ESB
1.11.2016 | 11:13
Ekkert nýtt er í svari Evrópusambandsins til Svavars Alfreðs Jónssonar. Allir sem eru læsir og skilja ensku hafa getað aflað sér sömu upplýsinga á vef sambandsins.
Hinir ólæsu og þeir sem ekkert kunna í öðrum tungumálum hafa hins vegar haldið því fram að hægt sé að sækja um aðild að ESB, semja við sambandið og í ljósi niðurstöðunnar hafnað eða samþykkt samninginn.
Svona rugl streymir nú frá fólki sem heldur að aðild að ESB fari eftir sömu reglum og þegar Bretar, Svíar, Finnar, Danir og fleiri þjóðir gengu í sambandið. Þá var boðið upp á samning en ekki lengur.
Nú er boðið upp á Lissabonsáttmálann, stjórnarskrá ESB. Annað hvort samþykkja umsóknarríki hann eða ganga ekki í sambandið. Enginn samningur er í boði nema ef vera skyldi tímabundnar undanþágur í smávægilegum málum.
Hagsmunir einstakra ríkja innan ESB eru svo miklir að til dæmis Spánverjar, Portúgalar eða Frakkar myndu aldrei samþykkja að Ísland fái að halda núverandi fiskveiðistefnu og lokaðri landhelgi.
Niðurstaðan er einfaldlega sú að Ísland mun aldrei sem umsóknarríki geta sett öðrum ríkjum skilyrði fyrir inngöngu sinni í ESB.
Allir geta spurt Evrópusambandið um skilyrði fyrir inngöngu og fá alltaf sama svar, núna síðast Svavar Alfreð Jónsson. Aðlögun felur í sér að umsóknarríki tekur upp lög og reglur ESB jafnt og þétt og verður ESB-ríki í áföngum. Þegar aflögunni er lokið er ekki hægt að snúa við; þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðlögunarferlis er aðeins formsatriði.
Þetta segir Páll Vilhjálmsson í pistli á bloggsíðu sinni í morgun. Hann vakti um leið athygli á erindi Svavars Alfreðs Jónssonar til Evrópusambandsins og svari þessi.
Reglur ESB óumsemjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hérna er pakkinn fyrir þá sem vilja skoða, á íslensku fyrir þá sem eru ekki læsir á erlend tungumál: Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins
Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2016 kl. 12:41
Bestu þakkir, Guðmundur, gott að geta treyst á þig.
Verst er hins vegar hvers mörgum gagnast ekki þessar upplýsingar vegna ólæsi ... eða þeir neita að trúa eigin augum. Held hins vegar að það sé til lengdar afar óhollt að berja hausnum við steininn.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.11.2016 kl. 12:49
Já það veldur gjarnan höfuðverk.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2016 kl. 12:53
Þetta svar hefur alltaf verið gefið en samt hafa öll ríki sem gengið hafa í ESB náð fram einhverjum varanlegum breytingum á reglum ESB. Það er því þvæla að það sé ekki um neitt að semja.
Í aðildarviðræðum er samið um tímasetningar aðlögunar að ESB reglum en sá hluti aðlögunnar sem hægt er að framkvæma á því eina og hálfa til tveimur árim sem líða frá því aðildarumsókn er samþykkt þangað til umsóknarríki gengur í ESB má fara fram á því tímabili það er efir að aðildarumsókn er samþykkt.
Þar sem Ísland er þegar komið með um 70% að ESB reglum vegna aðildar að EES samningum þá er ekkert sem tekur lengri tíma en eitt og hálft til tvö ár sem við þurfum að breyta. Það er því engin krafa í aðildarviðræðum Íslands og ESB um aðlögun af okkar háflu áður en aðildarsamningi er lokið.
Það ferli sem er í gangi milli Íslands og ESB er því ekki aðlögunarferli eins og ESB andstæðingar þreytast aldrei á að LJÚGA að almenningi heldur eru um að ræða ferli þar sem við gerum aðildarsamning, leggjum hann fyrir þjóðina og ef hann er samþykktur og aðildarríki ESB samþykkja hann líka þá fer fram aðlögun á eins og hálfs til tveggja ára tímabili sem skal lokið áður en Ílsnd verður formlegur aðili að ESB.
Það verður því ekki um neina þjóðaratkvæðagreiðslu í lok aðlögunartímabils að ræða heldur þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðlögun hefst nema hugsanlega í einhverjum málaflokkum þar sem talið er að eitt og hálft til tvö ár séu ekki nægru tími til að klára málið.
Ferlið hjá okkur Íslendingum verður því þetta ef samþykkt verður að halda áfram með aðildarumsókn.
Samninngaviðræður - samningur - þjóðaratkvæðagreiðsla um samning - samþykkt Alþingis á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu (nema gerð verði breyting á stjórnarskránni sem heimilar bindandi þjóðaratkvæðagreisðlur) Ef aðild er samþykkt þá fer eftir þetta fram aðlögun og síðan formleg aðild. Ef aðild er ekki samþykkt fer ekki fram nein aölögun og engin aðild nema hugsanlega verður byrjað eitthvað ferli varðandi aðlögun sem talið er að taki meira en eitt og háflt til tvö ár.
Þetta svar frá ESB kemur því ekki með neitt nýtt inn í þessa umræðu. Það hefur alla tíð legið ljóst fyrir að ESB gefur það ekki út fyrirfram að ESB reglur séu umsemjanlegar í aðildarviðræðum enda ekki gott fyrir samningsstöðu ESB að gera það en þegar á reynir þá eru þeir tilbúnir í tilslakanir varðandi þætti sem skipta mjög miklu fyrir viðkomandi aðildarríki.
Sigurður M Grétarsson, 1.11.2016 kl. 14:46
Sæll, Sigurður M. Grétarsson. Hér fyrir neðan er hlekkur á skýrslu ESB um hvernig gengið hefur að aðlaga íslenska löggjöf lagabálki ESB í aðildarviðræðunum sem fram fóru á milli Íslands og ESB.
Ísland var á mörgum sviðum ágætlega aðlagað ESB eins og þar kemur fram.
Í skýrslunni má lesa um þá aðlögun sem átti sér stað á tíma viðræðnanna og ennfremur er þar bent á þá kafla, þar sem enn er þörf sérstakrar aðlögunar.
Í henni eru fátt um undanþágur eða tilslakanir enda skýr ákvæði um það í samningi sem Ísland og ESB gerðu um aðildarferlið, að þar verði engar undanþágur gefnar nema tímabundnar tilhliðranir aðlögunarskyni.
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2013/package/brochures/iceland_2013.pdf
Svavar Alfreð Jónsson, 1.11.2016 kl. 15:50
Öll aðlögun Íslands að ESB reglum hefur verið vegna aðildar okkar að EES samningum og hefði því þurft að fara fram óháð því hvort við værum í aðildarviðræðum að ESB eða ekki.
Sigurður M Grétarsson, 1.11.2016 kl. 16:20
Bestu þakkir fyrir innleggið, Svavar. Ágætt að fá þessi atriði enn og aftur staðfest. Skrif þín til ESB hafa vakið verðskuldaða athygli og flestum ætti að vera ljóst að um er að ræða alögunarferli en ekki samningsferli.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.11.2016 kl. 16:30
allt er hægt að semja um ALLT!!!!! Hvenær vakna menn upp og fara að skilja það. Umsókn er ekki hægt að breyta en það sem er inní henni er.....þetta kemur skýrt fram:
,,Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf að semja um sérstaklega eru hvers konar óskir umsóknarríkis um undanþágur, sérlausnir eða tímabil til aðlögunar. Ef umsóknarríki á hinn bóginn samþykkir reglur sambandsins eins og þær eru og skuldbindur sig til að innleiða þær í sín landslög er ljóst að ekkert þarf að semja um." Ef Austurríkismenn hefðu ekki komið með kröfur um sérreglur vegna háfjallalandbúnaðar, Svíar og Finnar vegna norðurhjaralandbúnaðar, Maltverjar um sérreglur vegna fiskveiða maltneska þá hefðu almennar reglur ESB gilt. Þess vegna eru þetta samningaviðræður sama hvað Nei-sinnar reyna að oft að hræða íslenskan almenning!
Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 17:30
Sigurður M Grétarsson.
"Það ferli sem er í gangi milli Íslands og ESB er því ekki aðlögunarferli..."
Leiðrétting: Það er ekkert ferli í gangi milli Íslands og ESB.
En þú heldur því fram að ESB hafi logið að prestinum.
Ágætt að þeirri ósannsögli sé þá haldið til haga.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2016 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.