Lífsgæði Íslendinga hafa aldrei verið betri, samt er öðru logið
21.10.2016 | 22:34
Kosningar verða eftir viku og staða mála hefur aldrei í sögu lýðveldisins verið betri. Aldrei ...
Stjórnarandstæðan og margir fjölmiðlar lýsa samt stöðu landsins eins og allt sé í kalda koli og lóðbeint á leiðinni til helv...
Þetta er ósatt. Hátt í eitthundrað staðreyndir segja allt annað. Hér er hluti þeirra:
- Verbólga er er aðeins 1,8%
Ekki er langt síðan aðalkrafa ASÍ var lækkun verðbólgu. Helstu ávirðingar á ríkisstjórnir undanfarna áratuga tengjast of hárri verðbólgu. Nú er hún ekki nefnd.
- Kaupmáttur launa
Hann hefur hækkað um 8,5% síðustu tólf mánuði sem þýðir einfaldlega að við getum keypt meira fyrir hverja krónu.
ASÍ og stjórnarandstæðan nefnir þetta ekki.
- Ríkissjóður vel rekinn
Afgangur í ríkisfjármálum er 388 milljarðar króna. Samanlagður halli ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var -346 milljarðar króna.
Stjórnarandstaðan reynir að þegja þetta í hel.
- Fátækt
Sú lægsta í OECD, 4,6%. Meðaltalið þar er 11,4%. Auðvitað getum við gert miklu betur og eigum að gera það.
- Menntunarstig
Ellefta sæti í heiminum, 4,9, Singapúr er hæst með 6,3. Ósanngjörn stjórnarandstaðan gerir lítið úr ágætu menntakerfi.
- Jafnrétti kynja
Mest í heimi í sjö ár í röð. Við getum hins vegar gert miklu betur.
- Spilling
Sú 13. minnsta í heimi og auðvitað eigum við að gera mikið betur.
- Landsframleiðsla á mann
Sú 5. hæsta í heimi, árið 2009 var hún sú 14. hæsta. Þessi árangur næst ekki með því að ofurskattleggja einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.
- Umhverfisvernd
Önnur umhverfisvænsta þjóð heims skv. EPI staðli. Við erum á réttri leið, nýjar kynslóðir hafa önnur viðmið en þær eldri og þess vegna getum við gert miklu betur.
Við getum gert betur
Þetta sýnir svo ekki sé um villst að þjóðin er á réttri leið. Við vitum samt að hægt er að gera miklu betur og við viljum gera það.
Með því að gera lítið úr þeim árangri sem hefur nást er um leið gert lítið úr almenningi, okkur og starfi okkar.
Froðusnakkið
Við greiðum skatta til samfélagsins. Við erum fagleg í störfum okkar, hvort sem við vinnum sem iðnaðarfólk, verkafólk, í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, fiskveiðum, iðnaði svo dæmi séu tekin.
Við eigum ekki að láta froðusnakka í stjórnmálum komast upp með að skrökva að okkur, almenningi enda ljóst að staða samfélagsins er góð. Við eigum stóran þátt í þeim árangri sem hefur náðst.
Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur í kosningunum eftir viku. Læt ekki Pírata, Vinstri græna og gamla eða nýja krata segja mér annað.
Tilraunastarf með ríkissjóð
Staðreyndin er einföld. Við getum ekki samþykkt einhverja tilraunastarfsemi með þann árangur sem þegar hefur náðst. Því miður er hætta á að það geti gerst því stjórnarandstaðan gaggar um þessar mundir: Nú getum við ... (af því að staðan er svona góð).
Munum hvernig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fór með okkur. Munum líka að Pírötum er ekki treystandi. Þriggja mann þingflokkur þeirra þurfti sálfræðing til að laga friðinn, hvernig verður það ef þeim fjölgar.
Sálfræðingar til hjálpar
Munum líka að annar sálfræðingur þurfti að taka borgarstjórnarmeirihlutann í tíma, Píratar, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð.
Getur nokkur ímyndað sér hvernig ástandið verður ef þessir flokkar komast í meirihluta í landsmálunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Athugasemdir
Og á íslandi er útilokað fyrir venjulegt, heiðarlegt fólk að eignast húsnæði.
Aldrei í sögu landsins hefur verið jafn mikil misskipting og núna.
Í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar eru eldri borgarar og öryrkjar að taka sitt eigið líf vegna fátæktar. (ég veit um dæmi þess)
Og svo má lengi telja.
Leikskólabörn lifa á rusli, allavega í Reykjavík.
Það má nefna ótal önnur atriði.
Allt í boði fjórflokksins.
Æðislega flott.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 23:37
Bestu þakkir fyrir innlitið, Steindór.
Ég skil þig og tek undir sumt. Hins vegar eru 78% landsmanna í eigin húsnæði, varla er sá hópur óheiðarlegur. Ég er ekki íbúðareigandi og þarf að sæta því að leigja sem er skelfileg aðstaða.
Leikskólabörn lifa ekki á rusli þó maturinn sem Reykjavíkurborg býður upp á mætti vera mun betri.
Þetta með fjórflokkinn er kjaftæði, raunar heimskulegt kjaftæði vegna þess að það hefur enga innistæðu.
Vissulega er hægt að gera betur en það er ekki gert með því að leggja það í rúst sem þegar hefur náðst. Getum við verið sammála um það, Steindór?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.10.2016 kl. 00:03
Já Sigurður ég er sammála þér með það að þrátt fyrir allt er margt gott í þessu landi. En þú talar um að 78% þjóðarinnar búi í eigin húsnæði. Ég reikna með að sú tala sé rétt ef þú telur þá með sem neyddust til að fara 110% leiðina. En það fólk á akkúrat ekki neitt og ég veit því miður um allof mögr dæmi um það. Ég er líka á leigumarkaði. Það er kannski að hluta til þrjóska í mér. En ég er í hópi þeirra sem voru "strippaðir off" í kringum 1980, þegar verðtryggingin var sett á fyrsta skipti og stuttu seinna var launavísitölunni kippt útúr verðtryggingunni með þeim afleiðingum að þeir sem voru að kaupa í fyrsta skipti voru "strippaðir off". Svo þegar maður lítur til baka núna þá blasir það við að húsnæðismarkaðurinn er eins og spilavíti. T.d. þeir sem keyptu tíu árum seinna eu í ágætis málum. Svo þeir sem keyptu tuttugu árum seinna og eftir það eru ekki í góðum málum. Þjóðfélagið hefur verið rekið eins og spilavíti. Allavega hvað þetta varðar.
En varðandi leikskólabörnin þá kalla ég allar unnar matvörur pulsur og einhvern bixmat og svoleiðis, það er bara rusl í mínum huga. Enda hvernig er hægt að gefa börnunum almennilegan mat, ef kostnaðurinn á eitt barn á dag er minna en kaffibolli kostar á bensínstöð.
Svo mátt þú dýrka fjórflokkinn eins og þú vilt. En það sem sérstaklega framsjallarnir hafa verið að dunda við síðustu áratugi, þ.e. að stela ríkisfyrirtækjum, gefa kvótann fáum útvöldum, stuðla að eins mikilli eiokun og unnt er, þetta er landi og þjóð til háborinnar skammar. Svo þegar SF og VG komust til valda þá breyttist ekkert nema nöfn á ráðuneytum. Það má skrifa margar bækur um ruglið og bullið á Íslandi en ég læt þetta gott heita í bili.
Steindór Sigurðsson, 22.10.2016 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.