Svik Katrínar og Vinstri grænna
19.10.2016 | 17:43
Hún er svört, samviska Katrínar Jakobsdóttur, VG sem og annarra forustumanna flokksins. Á henni hvílir svo ótalmargar ávirðingar eftir fjögurra ára stjórnarsetu. Hefur fólk gleymt því hvað gerðist á ríkisstjórnarárum VG og Samfylkingarinnar?
Rifjum upp nokkur atriði og pælum svo í því hvort VG sé treystandi í ríkisstjórn.
- Icesave I
- Icesave II
- Icesave III
- Móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB árið 2009
- Samþykkti aðildarumsókn að ESB árið 2009
- Kostnaður vegna ESB umsóknarinnar er talin hafa verið 3 milljarðar króna
- Árnapálslögin (nr. 151/2010) til varnar fjármagnseigendum og gegn skuldurum
- Lagðist ekki gegn loftárásum NATO á Líbýu
- Samþykkti leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu
- Veitti stóriðju á Bakka við Húsavík undanþágu frá skattalögum
- Veitti ríkisábyrgð á Vaðlaheiðagöngum
- Hefndardómsmál í Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra
- Hleypti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum inn á gafl í stjórnarráði Íslands
- Skattahækkanir á almenning í kjölfar hrunsins
- Gerði ekkert vegna skuldastöðu heimilanna í kjölfar hrunsins
- Ófrægingarherferðin gegn Ríkisendurskoðun vegna kaupa á bókhaldskerfi fyrir ríkið
- Íslandsbanki gefinn kröfuhöfum
- Arionbanki gefinn kröfuhöfum
- Norðmaður ráðinn í embætti Seðlabankastjóra
- Sparisjóður Keflavíkur, fall hans og endurreisn kostaði almenning 25 milljarða krónur.
Katrín Jakobsdóttir var þingmaður og ráðherra í vinstri stjórninni frá 2009 til 2013 og því ber hún persónulega ábyrgð á ofangreindu. Er henni treystandi í dag? Sé svo, í hverju var endurreisn hennar fólgin? Eða skipta þessi tuttugu atriði engu máli?
Herskáa liðið
Vissulega virðists ásýnd Vinstri grænna miklu betri með Katrínu í forsvari. Í skugganum, fjarri sviðsljósinu vomir enn flokkseigendafélagið, fólk eins og Steingrímur, Björn Valur Gíslason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og fleiri herskáir sósíalistar.
Vinstri grænir þóttust hafa vit á að breyta um formann, sá gamli höfðaði ekki lengur til kjósenda en hann er í bakherberginu og stjórnar þar því sem hann vill.
Nú er breytt um skoðun
Þeir sem áður klúðruðu málum þykjast nú ekkert slæmt hafa gert. Nú vilja þeir þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB en neituðu þjóðinni um að greiða atkvæði um aðild að ESB.
Skyndilega eru Vinstri grænir orðnir á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, sem þeir veittu leyfi til þegar þeir voru í ríkisstjórn.
Í ríkisstjórn veittu Vinstri grænir stóriðjunni á Bakka við Húsavík undanþágu frá skattalögum. Nú segjast þeir að vera bæði á móti stóriðjunni og skattaundanþágunni.
Flokkur skattahækkana
Í ríkisstjórn með Samfylkingunni voru skattahækkanir hentug tæki til tekjuöflunar, engu skipti hvernig þær komu við einstaklinga, fjölskyldur eða fyrirtæki. Og það viðhorf hefur ekkert breyst.
Hvers vegna þurfti ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar skattahækkanir? Jú, peningurinn fór meðal annars í endurfjármögnun Sparisjóð Keflavíkur áður en hann fór í þrot. Og hefur nokkur gleymt endurfjármögnun Sjóvár.
VG er ekki treystandi
Nú virðist sem Vinstri grænir hafi náð flugi eftir rasskellinn sem þeir fengu eftir kosningarnar 2013. Munum samt að bak við hið töfrandi bros eru að minnsta kosti tuttugu hrollvekjandi mál. VG hefur svikið bæði stefnu sína og þjóð. Flokkurinn mun svíkja aftur af því að hann hefur hingað til komist upp með það.
Niðurstaðan er einfaldlega sú að Vinstri grænum er ekki treystandi. Hægt er raunar að taka enn dýpra í árinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Athugasemdir
Mjög gott að rifja þessa hluti upp reglulega.
Eggert Guðmundsson, 19.10.2016 kl. 18:45
... og er upptalningin bara byrjunin ...
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 19:12
Alþýðufylkingunni er hins vegar treystandi, ef fólk er að leita að vinstriflokki sem meinar það sem hann segir og segir það sem hann meinar.
Vésteinn Valgarðsson, 19.10.2016 kl. 20:50
Alþýðufylkingin þykist ekki vera neitt annað en hún er, gamaldags sósíalistaflokkur með stefnuskrá sem eru eins og evrópskir flokkar af svipuðu tagi hafa lengi boðið upp á.
Vinstri grænir eru líka sósíalistaflokkur en telur hagkvæmara að fela nafn og númer og segjast „bara“ vera vinstri flokkur. Þannig feluleikur aflar þeir fleiri atkvæða.
Ef VG viðurkenndi hið sanna sósíalíska innræti sitt myndi hann fá svipaðan fjölda atkvæða og Alþýðufylkingin.
Mikilvægt er að benda fólki á þessar staðreyndir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2016 kl. 21:25
Nei, VG eru einmitt ekki sósíalistaflokkur, heldur krataflokkur undir fölsku flaggi.
Vésteinn Valgarðsson, 19.10.2016 kl. 21:29
Skrítið að þú hafir sleppt trúnaðarsamtali Katrínar við bandarískan stjórnmálafræðing í bandaríska sendiráðinu á vormánuði 2008 þar sem hún lýsti yfir að hagsmunir Íslands væru líklega best geymdir innan ESB.
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.