Reynt ađ rugla í kjósendum međ nýjum frösum
16.10.2016 | 19:00
Takiđ eftir orđalaginu. Nú eru ekki lengur til vinstri flokkar, bara stjórnarandstöđuflokkar. Veistu, ágćti lesandi, hvers vegna eđa skammast vinstri flokkarnir sín fyrir ađ vera vinstri flokkar?
Jú, ţađ er margt til í ţví. Síđasta ríkisstjórn Vinstri grćna og Samfylkingarinnar fékk afar slćmt orđ á sig og galt fyrir ţađ í nćstu ţingkosningum á eftir, áriđ 2013.
Nú krefjast greindir markađsmenn sem vinna í kosningabaráttunni fyrir vinstri flokkanna, VG, Samfylkingu, Pírata og Bjarta framtíđ, ţess ađ önnur nöfn verđi notuđ:
Plís, ekki nota vinstri flokkar. Atkvćđin hrynja af okkur.
Taktíkin er hin sama ţegar rćtt er um Sjálfstćđisflokkinn og Framsóknarflokkinn:
Köllum ţá alltaf spillingaflokkana ... aldrei neitt annađ. segja ráđgjafarnir.
Og viti menn, allt gjörbreytist. Virkir í athugasemdum fara hamförum međ nýja orđalaginu og allt virđist ganga ađ óskum ... fyrir Vinstri grćna og Pírata.
Og Píratar láta ekki sitt eftir liggja í orđalaginu. Naivistar eins og Jón Ţór Ólafsson, pírati, sem var ţingmađur um skeiđ, hefur nú tekiđ 1. veđrétt í öllum helstu orđum sem hann vill eigna sér, sjá bloggsíđuna hans:
- Gegnsći
- Sjálfsákvörđunarréttur
- Friđhelgi einkalífs
- Upplýsingafrelsi
- Borgarararéttindi
- Tjáningarfrelsi
- Beint lýđrćđi
Vá ... Hver getur veriđ á móti öllu ţessu? Enginn hvort sem orđin eru í ofangreindri röđ, aftur á bak eđa öđru vísi og fólk flykkist um Pírata.
Ţegar ég býđ mig fram í ţingkosningum ćtla ég ađ taka fullt veđ í eftirfarandi frösum:
- Lýđrćđi framar öllu
- Allir sem einn á móti spillingu
- Berjumst gegn kvenhatri
- Gegn peningum međ lýđrćđi
- Styđjum sjúklinga ekki biđlista
- Verndum gamla fólkiđ
- Međ fötluđum gegn peningavaldinu
Svona gerum viđ sem erum barnslega einlćgir í stjórnmálum. Og viđ trúum ţví ađ 1. veđréttur í fallegum orđum og frösum verđi til ţess ađ kjósendur elski okkur.
En tilveran er ekki svona ţó sumir halda ađ ţađ sé hćgt ađ plata kjósendur međ ţví ađ endurtaka í sífellu stjórnarandstöđuflokkar og ţá telji kjósendur ađ ekki sé átt viđ vinstri flokkana.
Ţegar tönglast er á spillingarflokkar eiga kjósendur ađ vita ađ ţá er veriđ ađ tala um Sjálfstćđisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Um leiđ og ţulurinn í fréttum Ríkisútvarpsins segir frá ţví ađ allt sé í kalda koli í heilbrigđismálum eiga allir ađ trúa ţví ađ ţađ sé spillingarflokkunum ađ kenna og ekkert hafi veriđ gert í ţessum málaflokki allt kjörtímabiliđ.
Og ţegar Katrín Jakobsdóttir, formađur Vinstri grćnna, kemur sćt og falleg fram, og segir blákalt upp í hljóđnemann og sjónvarpslinsuna ađ ríkisstjórnin hafi fellt niđur auđlindagjaldiđ á útgerđirnar og auđskatt á ríkasta fólki, eiga kjósendur ađ trúa ţví. En töfrandi bros Katrínar breytir ekki ţeirri stađreynd ađ sannleikurinn er allt annar.
Enginn trúir neinu slćmu upp á Katrínu hina brosmildu. Hins vegar trúa flestir ţví ađ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formađur Vinstri grćnna, sé ekki allur sem hann er séđur enda hefur hann ekki töfrandi bros.
Vandinn Vinstri grćnna liggur í ţví ađ ţau tvö eru í sama flokki og ćtlađi ađ láta almenning kokgleypa Icesave, trođa landinu inn í Evrópusambandiđ og er ţó ekki nema tvennt upp taliđ af syndalista ţessara skötuhjúa.
Sko, fólk er ekki fífl ţó einhver náungi hafi sagt ţađ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Er Viđreisn vinstri flokkur?
Jósef Smári Ásmundsson, 16.10.2016 kl. 21:10
Nefndi ekki Viđreisn í pistlinum, Jósef. Ađeins stjórnarandstöđuna.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.10.2016 kl. 21:34
Góđur pistill Sigurđur. Gleymum ţví ţó aldrei ađ brosmilda Kata tók af fullum ţunga međ SJS í svikum viđ flokksfélaga og kjósendur sína á síđasta kjörtímabili. Bros er ekki traustvekjandi hjá fólki sem skirrist ekki viđ svik.
Jósef Smári, Viđreisn gefur út ađ ţađ sé flokkur sem er opinn í báđa enda. Engu ađ síđur er málflutningur ţeirra sem ţar fara fyrir stafni mun líkari stefnu vinstri flokka en hćgri, enda kannski von. Ţeirra heilagasta baráttumál, ađlögun ađ ESB međ hrađi, fćr einungis stuđning á vinstri vćng íslenskra stjórnmála. Viđreisn lćtur ekki smámuni eins og stöđugleika, yfirráđ yfir landhelginni eđa annađ ţvćlast fyrir ţeirri vegferđ ađ afsala sjálfstćđi ţjóđarinnar til búrókratanna í Brussel.
Gunnar Heiđarsson, 16.10.2016 kl. 22:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.