Björt framtíð skrökvar um aðlögunarviðræður við ESB

Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu.

Þetta segir í stefnuskrá stjórnmálaflokks sem kallar sig Björt framtíð. Sé annað í stefnuskrá flokksins eftir þessu á hann ekkert erindi inn þingi. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að Evrópusambandið býður ekki upp á samning um aðild. Það var gert fyrir löngu síðan en síðan hefur reglunum verið breytt.

ESB býður upp aðeins upp á aðild, engan samning, aðeins aðild.

Til þess að það fá aðild þarf umsóknarþjóðin að vera ákveðin í því að ganga í sambandið. Sé svo, er tekið til við að aðlaga reglur og lög umsóknarþjóðarinnar að stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum. Þess vegna heita þetta aðlögunarviðræður. Ekki samningaviðræður.

Ekki er gert ráð fyrir öðru en að þjóðin gangi inn í ESB þegar lög og reglur umsóknarþjóðarinnar hafa verið aðlagaðar.

Þetta gerðist þegar Ísland sótti um aðild. Hins vegar skrökvaði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um umsóknina. Hún skrökvaði að íslensku þjóðinni og ESB. Munum að tveir núverandi þingmenn Bjartrar framtíðar voru í Samfylkingunni á síðasta kjörtímabili.

Þjóðinni var sagt að hægt væri að „landa samningi“ sem væri mjög hagstæður. Það var og er rangt.

ESB var sagt að Ísland ætlaði í sambandið. Það var rangt. Ríkisstjórnin ætlaði að „landa samningi“ en það er ekki hægt vegna þess að viðræðurnar eru aðlögunarviðræður ekki samningaviðræður. Má vera að ríkisstjórnin hafi vitað þetta.

Í ljósi þessa á Björt framtíð ekkert erindi inn á Alþingi. Skynsamlegast er að kjósendur velji einhverja aðra flokka í staðinn. Flokka sem hafa gert eitthvað gagn á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er orðin ansi þreytt þessi lygi ykkar ESB andstæðinga um að um aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður sé að ræða. Staðreyndin er sú að um er að ræða ferli þar sem samið er um skilmála aðildar þar með talið tímasetningar aðlögunar ef og þá aðeins ef aðildarsamningur verður samþykktur af bæði umsóknarríki og öllum aðildarrikjum. Þegar sá aðildarsamningur hefur verið kláraður og fer hann þá í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef hann verður felldur þar þá verður ekki að samningi og þá ekki heldur aðlögun að ESB. En til viðbótar þurfa öll aðildarríki ESB að samþykkjka samninginn þannig að ekki einu sinni er ljóst að af aðild eða aölögun verði þó samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björg framtíð er því ekki að skrökva neinu né að tala um ferli sem ekki er hægt að viðhafa.

Sigurður M Grétarsson, 12.10.2016 kl. 18:32

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er útilokað að halda uppi vitbornum umræðum við þig ef þú getur ekki sýnt kurteisi. Þú segir ekki annan mann ljúga. Haltu þig annars staðar Sigurður M. Grétarsson. Nenni ekki að tala við ókurteist og leiðinlegt fólk. Það skilar engu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.10.2016 kl. 18:39

3 identicon

Bíddu nú við, Sigurður Sigurðarsona, þú skrifar heilan pistil um að þrír sjórnmálaflokkar hafi logið að þjóðinni og allri Evrópu. Og svo þegar bent er á að það sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt stekkur þú upp á nef þér og talar um ókurtiesi og að það eigi ekki að segja að menn ljúigi! Hvernig var þetta aftur með bjálkann og flísina? Það sem nafni þinn Grétarsson segir er bara alveg rétt.

Gísli Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 05:58

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er algjörlega rangt hjá ykkur báðum og byggir ekki á heimildum frá Evrópusambandinu. 

Siguður og þú Gísli ættuð að lesa ykkur til bæklingi ESB sem nefnist „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Það hafði þið ekki gert en giskið bara á að um sé að ræða samninga þar sem íslenska viðræðunefndin geti heimtað eitthvað og ESB nefndin annað. Þetta er nú eitthvað annað.

Í bæklingnum segir eftirfarandi:

    • First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. 

    • And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. 

    • For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

    • For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

    Skýrara getur þetta varla verið. „Accession negotiations“ heita viðræðurnar en ekki „negotiations“. Þetta er ekki hægt að þýða öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB: 

    Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. 

    Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu.

    Aðlögunarviðræðurnar, „accession negotiations“, fjalla um 35 kafla sem nefndir eru „Acqis“. Þessir kaflar fjalla um einstaka málaflokka, t.d. landbúnað, flutninga, orkumál, fiskveiðar og svo framvegis, allt upp talið í ofangreindum bæklingi.

    Þegar viðræður hefjast um einstaka kafla, kaflinn er opnaður, eins og sagt er, þá þarf umsóknarríkið að sýna á skýran og skilmerkilegan hátt hvort að það hafi tekið upp kröfur ESB sem um ræðir í hverjum kafla eða hvernig það ætli að gera það. Þeim köflum er lokað þegar ESB er sátt við framgang málsins, aðlögunin hefur átt sér stað eða verið er að gangsetja hana.

    Nú, ef þið Sigurður takið ekki ESB trúanlegt þá er ekkert við því að gera. Haldiði bara áfram að ráðast með offorsi á annað fólk sem þó hefur fyrir því að leita sér heimilda og birta þær. 

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.10.2016 kl. 08:38

    5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Sigurður. Þið ESB andstæðingar vitnið sí og æ í þennan bækling þegar þið eruð að blekkja fólk í umræðunni. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að við höfum verið komin ansi langt í viðræðum við ESB á sínum tíma var ekki búið að gera neinar breytingar til aðlögunar að ESB reglum sem ekki voru nauðsynlegar vegna EES aðildar okkar. Og það var engin krafa af hálfu ESB um aðlögun áður en samningum væri kokið. Þetta hef ég eftir aðalsamingamanni Íslands á fundi í utanríkisráðuneytinu og einnig eftir fleiri heimildum. Það er því einfallega bull að við séum í "aölögunarviræðum" og að það standi ekki til boða að klára viðræður og kjósa svo um niðurstöðu aðildarsamnings.

    Það er líka önnur staðreynd að frá því aðild er samþykkt og þangað til viðkomandi ríki verður formlega aðili að ESB líður eitt og háflt til tvö ár. Það er á þeim tíma sem megnið að aðlöguninni fer fram. Það er aðeins í þeim tilfellum sem það er mat samningamanna að sá tími dugi ekki til aðlögunnar að ESB gerir kröfu um að aðlögun hefjist áður en samningum er lokið. Vegna langrar aðildar okkar að EES samningum eru ekki miklar líkur á að neinir þættir séu þess eðlis að sá tími dugi okkur ekki.

    Vissuelga er það rétt að í aðildarviðræðum eru tímasettar áætlanir aðlögunnar en þær tímasetningar eru í flestum tilfellum eftir að aðild er samþykkt og því hægt að blása aðlögun af ef aðild er ekki samþykkt.

    Björt framtíð er því ekki að skröfka neinu.

    Og svo kemur spurningin til þín. Hver er munurinn á því að segja sjórnmálflokk skrökva og segja mann ljúga? Bara svona af því að þú tekur þessu orði svona illa að ég segi þig ljúga en sjálfur segir Bjarta framgtíð skrökva.

    Sigurður M Grétarsson, 13.10.2016 kl. 13:37

    6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

    Sigurður M. Grétarsson. Það sem þú hefur hér skrifar styðst ekki við neinar heimildir, hvorki munnlegar né skriflegar. 

    Hvernig væri nú að þú reyndir nú að lesa þau gögn sem ég hef bent hérna á í stað þess að fara með fleipur.

    Aðeins þetta eitt skiptir máli og það kemur frá ESB: 

      • First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them

      Ef þú veist ekki hvað þetta þýðir þá þarftu hjálp. Ekki ætla ég að veita þér hana að öðru leyti en að benda þér á það sem ég hef feitletrað.

      Hvað í þessu riti er blekking að þínu mati? Stundar ESB blekkingar?

      S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.10.2016 kl. 14:03

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband