Steingrímur er virkasti framíkallari Alþingis
7.10.2016 | 11:44
Ef einhver þyrfti að sækja námskeið í mannasiðum og reiðistjórnun væri það Steingrímur J. Sigfússon, hinn eldklári, mælski en öri leiðtogi Vinstri grænna. Dæmin um reiðiköst hans á Alþingi eru óteljandi og öll þess eðlis að virðing Alþingis hefur tekið dýfur í kjölfarið.
Steingrímur telst ábyggilega einn virkasti framíkallari landsins og er þó með einna lengstan starfsaldur allra þingmanna. Hann hefur þó lítið lært í mannasiðum á þingtíma sínum.
Yfirleitt er það þannig að flestir verða lítt varir við eigin bresti en þeim mun ákafari í að opinbera meinta galla í lunderni annarra. Þetta sést yfirleitt mjög vel í fari stjórnarandstöðunnar á þingi. Næst því koma orð sem svokallaðir virkir í athugasemdum í nokkrum fjölmiðlum láta frá sér fara. Þannig er orðstír þingsins dreginn í svaðið.
Alþingi Íslendinga er engin fyrirmynd í almennum rökræðum. Þegar rökin bresta tíðkast þar að berja á ríkisstjórn og meirihluta með formælingum og leiðindum.
Þetta er í sannleika sagt ógeðsleg framkoma og lítt til þess fallin að hvetja gott og skynsamt fólk til að gefa kost á sér í þingmennsku. Frekar götustráka og -stelpur sem eru þekktari fyrir munnsöfnuð en skynsemi, þekkingu eða reynslu. Lítið bara á bara suma framboðslista.
Þarft að fara á námskeið í mannasiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að Steingrímur sé 1 af 2 einstaklingum á þingi sem hafa efni á að gagnrýna aðra fyrir lélega mannasiði.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2016 kl. 12:52
Ég held að Steingrímur sé 1 af 2 einstaklingum á þingi sem hafa hvað síst efni á að gagnrýna aðra fyrir lélega mannasiði.
Átti þetta að vera..
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2016 kl. 12:55
Já, nú skil ég þig. Fyllilega sammála. Hins vegar getur hann sett gott viðmið með því að stilla sig.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.10.2016 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.