Blettameðferðin og ginningarfíflin

Rétt í þessu var að birtast á Morgunblaðsvefnum aldeilis dæmalaust óviturlegt myndband þar sem ung blaðakona lætur „sérfræðing“ setja sér sogbolla með tilheyrandi tilþrifum. Sjón er sögu ríkari.

Ekki tekst blaðamanni betur til í umfjöllun sinni en að hún virðist gleypa við þessu gagnrýnislaust og láta hafa sig að ginningarfífli.

Græðarinn gapir þarna meðal annars um að sogbollarnir örvi blóðflæðið og dragi úr bólgum þegar hið gagnstæða í raun sést á myndunum :)

Það sem fæstir átta sig á í þessu sambandi er að græðararnir nudda rækilega um leið og sogbollaseremonían fer fram. Takið eftir roðanum sem kominn er áður en bollunum er beitt.

Nuddið gefur vitanlega vellíðan og getur örvað blóðrás í vöðvum. En að sogið hafi áhrif á vöðvana er ofsagt. Hið gagnstæða væri raunin ef sogið næði þangað niður, sem það ekki gerir.

Ofangreind tilvitnun er af Fésbókarfærslu Björns Geirs Leifssonar, læknis. Hann stendur svokallaða „Vitleysisvakt“ og tekur fyrir „lyf“, „lækningar“ og annað álíka sem er í raun ekkert annað en vitleysa og rugl en í versta falli skipulögð fjárplógsstarfsemi.

Björn Geir hefur ekkert álit á þessari „blettameðferð“. Fjöldi fólks lætur hafa sig að ginningarfíflum og því miður virðist sá ágæti leikmaður íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, vera einn þeirra. Um hann er lítið „frétt“ á mbl.is í dag

Niðurstaða Björns Geirs ein einföld. Þetta eru bara blekkingar og aðferðin vita gagnslaus. Sorglegt að svona hindurvitni skuli ná til fólks.


mbl.is Guðjón Valur í „blettameðferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband