Ruddaskapur úr ræðustól Alþingis bætir ekkert

Sá sem uppnefnir aðra er rökþrota, kann ekki eðlileg samskipti. Svona talsmáti er í áttina að því ofbeldi sem byggist á leiðindum og einelti. Virðing Alþingis eða þingmanna vex ekki með þessu.

Allir hafa kynnst fólki sem ástundar leiðindi og ókurteisi. Maður þekkir þetta úr skólagöngu, á starfsferli eða bara á förnum vegi. Þetta er alltaf leiðindafólk, gerir lífið ömurlegt og truflar sálarlíf annarra.

Vel má vera að skipulagsleysi ríki nú á síðustu dögum yfirstandandi þings. Það bætir hins vegar ekki úr skák ef menn missa stjórn á sér og fara að uppnefna fólk úr ræðustól Alþingis. Það verður síst af öllu til þess að traust almennings á þinginu vaxi.

Hvað þarf að gerast til að fólk komi fram við hvert annað af ýtrustu kurteisi? Hvað er það sem kallar á ruddaskap? Eru einhverjir á þeirri skoðun að fyrir vikið að skipulag þingsins verði fyrir vikið miklu betra og skilvirkara?

Hverju telur Árni Páll Árnason að hann fái áorkað með því að kalla þingmenn stjórnarflokkanna „dólga“? Auðvitað hefur hann ekki hugsað þessa hugsun til henda. Lætur bara gremju eða reiði ná yfirhöndinni. Orð hans eru skráð og verða ekki tekin aftur. Síst af öllu eru þau honum til sóma jafnvel þó einhverjir samþingmenn hans hrópi upp yfir sig af hrifningu og kæti.

Líklega er það bara ég sem hef það á tilfinningunni að orðræðan stjórnarandstöðunnar líkist æ meir rökleysu og ruddaskap „virkra í athugasemdum“ á lélegum fjölmiðlum.


mbl.is „Þingdólgar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi bæta þing mikið ef Árni Páll léti sig hverfa.

Hann er orðinn frekar bitur og bara leiðinlegur.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband