Stjarnan og KR hefđu átt ađ berjast viđ FH um titilinn

Bolti2FH varđ Íslandsmeistari í efstu deild Íslandsmótsins í fótbolta. Liđiđ er gott, árangur ţess jafn og stöđugur, skipulag liđsins er traust og liđsmenn ţess eru margir hverjir frábćrir. FH spilađi skemmtilegasta og besta fótboltann.

Ţjálfarinn er frábćr, heldur ró sinni nokkuđ vel en virđist afar skipulagđur í verkefni sínu. Kominn er tími á ađ reist verđi ađ minnsta kosti 40 m há stytta af honum á áberandi stađ í Hafnarfirđi, helst á Hamrinum.

Árangur Stjörnunnar er hrein hörmung ţrátt fyrir ađ hafa lent í öđru sćti. Liđiđ hefđi átt ađ vera í toppbaráttunni ásamt KR en klikkađi. Margir leikmenn eru góđir en skipulag liđsins virkar tilviljunarkennt, sérstaklega framlína, ţar er treyst á einn mann.

Miđjan var oft frekar slök og yfirsýn hennar er ekki góđ, hugsanlega er leikskilningurinn lélegur. Sumir liđsmenn, sem ţó hafa skorađ mörg mörk, virkuđu oft latir, samvinnan stundum hrćđilega slök. Ofmatiđ er slíkt ađ margir ćtluđu sér oft ađ skora tvö mörk eđa fleiri í hverri sókn. Ţannig háttalag gengur ekki upp.

Guđjón Baldvinsson er stjarna liđsins, stórkostlegur leikmađur. Á hćla hans kemur Baldur Sigursson, traustur, harđur og glöggur leikmađur. Međ ţeim á Veigar Páll Gunnarsson ađ vera. Hann var alltof lítiđ notađur ţrátt fyrir ađ vera snillingur međ boltann og frábćran leikskilning. Gallinn er bara sá ađ hann var of ţungur, ţađ sást langar leiđir.

Ţjálfarinn ţarf ađ íhuga stöđu sína og ađstođarţjálfarinn líka. Međ svona góđa leikmenn á ekki ađ vera hćgt ađ tapa sjö leikjum og gera ţrjú jafntefli. Miđađ viđ ţetta er annađ sćtiđ eins hrćđileg niđurstađa. Sagđi ekki Snćfríđur Íslandssól í bók Laxness: „Frekar ţađ versta en ţađ nćst besta“.

Flestir voru búnir ađ afskrifa KR-inga eftir hörmulega byrjun. Ný ţjálfari tók viđ liđinu og hafđi ekki ađeins skođun á ţví hvernig ţađ ćtti ađ leika heldur fékk leikmennina til ađ gera eins og fyrir ţá var lagt. Ţriđja sćtiđ er engin tilviljun, KR-ingar áttu ţađ svo sannarlega skiliđ. Auđvitađ áttu ţeir ađ veita FH og Stjörnunni harđa samkeppni í allt sumar. KR er stórveldiđ.

Stjórn KR á ađ sjá sóma sinn í ţví ađ bjóđa Willum Ţór Ţórissyni tíu ára samning sem ţjálfari og á hćstu launum. Án tilkomu Willums hefđi stjórnin öll ţurft ađ segja af sér en međ ráđningu hans bjargađi hún sér í horn. Willum er stjarna liđsins ásamt Óskari Erni Haukssyni, varnarleikmanninum Gunnari Ţór Gunnarssyni og miđjuleikmönnunum.

Önnur liđ í deildinni áttu ekki skiliđ ađ komast efstu ţrjú sćtin. Vonbrigđi sumarsins eru Valur, Breiđablik og Fjölnir. Öll eru ţau brokkgeng. Jafnteflisleikirnir eyđulögđu mikiđ fyrir ţeim auk ţess ađ í liđunum eru of margir leikmenn sem ekki eru nćgilega góđir.

Mér finnst kominn tími til ađ Fjölnir geri harđa og sannfćrandi atlögu ađ Íslandsmeistaratitlinum.

Landsbyggđaliđin ţrjú ÍA, ÍBV og Víkingur frá Ólafsvík héldu sér í deildinni, tvö síđast nefndu liđin međ naumindum. Ţau ţurfa ađ vanda sig fyrir nćsta ár, byggja upp betra liđ sem eflaust verđur mikiđ vandamál fyrir Ólafsvíkinga, ţeir byggja á útlendum málaliđum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góđ greining nema hvađ styttan ţarf ekki ađ vera nema 38 metra há.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2016 kl. 21:41

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Rétt, Heimir. Ţetta var óheppileg innsláttarvilla.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 1.10.2016 kl. 23:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband