Til hvers er haldið prófkjör ef fikta má í niðurstöðunum?

Hversu óánægður sem einhver er með úrslit kosninga verður þeim ekki breytt. Skiptir engu þó þær heiti prófkjör. Einfaldara getur það ekki verið.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ákvað að breyta ákvörðun kjósenda í prófkjörinu, „laga“ það aðeins, fikta í niðurstöðunum. Þannig gera menn ekki, síst af öllu í stjórnmálaflokki sem er lýðræðislegur. Nú má draga þá fullyrðingu í efa.

Ávirðingin beinist ekki eingöngu að kjördæmisráðinu heldur þeim frambjóðendum sem samþykktu að frambjóðandinn sem lenti í fimmta sæti yrði færður upp í annað sæti, vegna kynferðis hans. Hreinlega óskiljanlegt er að hégómleiki þessa frambjóðanda sé slíkur að hann samþykki breytinguna. Hann verður þá þingmaður á fölskum forsendum, hefur ekki kjósendur í prófkjöri sem bakland, heldur aðeins kjördæmisráð sem skilur ekki eðli lýðræðisins.

Þetta er arfaslæm ákvörðun. Andstæðingar flokksins geta notað hana og spurt einfaldrar spurningar:

Er hægt að treysta stjórnmálaflokki sem hefur ekki skilning á lýðræðinu.

Niðurstöður prófkjör ber undantekningalaust að virða. Allt fikt í niðurstöðunum er ólýðræðislegt og í eðli sínu rangt. Skiptir engu þótt óánægja sé með þær. Til hvers er verið að halda prófkjör ef niðurstöðurnar gilda ekki?

Nú er komið skýrt fordæmi, hægt er að breyta prófkjörum, gera niðurstöðuna fjölmiðlavænni, skítt með hugsjónir.

Gjör rétt, þol ei órétt. Gleymum því bara,


mbl.is Bryndís færð upp í annað sæti í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband