Kötlugos komist í gegnum 600 m ţykkan jökul á einni klst.
29.9.2016 | 22:26
Í gćr byrjađi skjálftahrina í Kötlu, ţađ er ađeins suđaustanmegin viđ miđju öskjunnar í Mýrdalsjökli. Skjálftar í Mýrdalsjökli koma í hrinum, rétt eins og annars stađar á landinu. Nú er hins vegar dálítiđ skammt á milli hrina.
Ţegar ţetta er ritađ hafa orđiđ 162 skjálftar og upptök ţeirra eru ađ langmestu leyti mjög grunnt undir jökulbotninum. Margir á undir 400 m dýpi.
Athygli vekur ađ skjálftar sem eru yfir tvö stig eru 11 talsins og allir hafa ţeir orđiđ á jökulbotninum eđa um 100 metrum dýpra, ekki meir. Meira ađ segja sá eini sem varđ um hálf fimm í dag og var ţrjú stig var á ţessu sama dýpi.
Mér skilst ađ mestar líkur eru á ţví ađ skjálftarnir hafi orđiđ vegna mikils jarđhita ţarna undir og stađfesta ţá kenningu efnainnihald í Múlakvísl sem fellur undan skriđjöklinum Kötlujökli.
Kötlugosiđ 1918 var mjög sunnarlega í öskjunni og ţar er jökullinn mjög ţykkur, getur veriđ upp undir 700 metrar. Nú er komiđ fram á haust og jökulţykktin kannski um 100 m ţynnri. Ţegar fargiđ léttist á jöklinum getur hugsanlega losnađ um jarđhitasvćđiđog vatn eigi auđveldar međ ađ komast undan honum. Lóđréttar hreyfingar á jöklinum gćtu valdiđ jarđskjálftum rétt eins og kvikuhreyfingar undir honum.
Forbođar goss eru mjög tíđir jarđskjálftar, margir frekar stórir og um leiđ munu mćlast óróar á óróamćlingum á og viđ Mýrdalsjökul. Ţessi skilyrđi eru ekki fyrir hendi í ţetta sinn.
Ágćtt ađ hafa ţađ í huga ađ stórt eldgos getur auđveldlega brćtt sig í gegnum á ađ giska 500 m ţykkan jökul á um einni klukkustund. Gjálpargosiđ í Grímsvötnum ţótti frekar lítiđ og um 30 klst liđu ţar til ţađ brćddi sig upp úr 600 m djúpum jökli.
Jökulhlaup vegna Kötlugoss gćti hafist um ţađ bil klukkustund eftir ađ gos hefst.
Ágćtt er ađ hafa ţađ í huga eftir lestur ofangreindra lína ađ undirritađur er ekki jarđfrćđingur og hefur ekkert vit á jarđfrćđi.
Hiđ gáfulegasta sem hér kemur fram er úr gagnmerkri skýrslu eftir Magnús Tuma Guđmundsson og Ţórdísar Högnadóttur og nefnist hún Ísbráđnun og upptakarennsli jökulhlaupa vegna eldgosa í Kötluöskju og austanverđum Mýrdalsjökli útgefin 2006.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona virkni getur ţó vel veriđ forbođi forbođa goss.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.9.2016 kl. 00:22
Ţađ má vel vera, Emil. Annars er ţađ tvennt sem ţarf ađ skođa, annars vegar skjálftarnir og hins vegar jarđvísindamennirnir. Ţegar mađur uppgötvar einhvern óróa í ţeim síđarnefndu eru tíđindi í vćndum. Sýnist ţar allt međ ró og spekt ţrátt fyrir lćti í Kötlu.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.9.2016 kl. 00:25
Ţetta síđasta (#2) er ţađ gáfulegasta sem ég hef séđ um hugsanlegt Kötlugos lengi...
ls (IP-tala skráđ) 30.9.2016 kl. 07:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.