Meint sókn í skólamálum eftir stórslys
20.9.2016 | 17:05
Almannatengslahópur skrifstofu borgarstjóra fékk verkefni í hendurnar þegar kennarar mótmæltu of litlum fjárveitingum í skólakerfi borgarinnar. Vandinn var að vart hægt að gefa nemendum að borða nema það sem í öðrum sveitarfélögum taldist til meðlætis.
Borgarstjóri sendi því út verkefnið sem hljóðaði eitthvað á þá leið að hækka þyrfti framlög í skólakerfið án þess að það liti illa út fyrir meirihlutann.
Niðurstaðan var mikið snjallræði. Nú blásum við til sóknar í skólamálum, sagði meirihlutinn og þóttist góður en almenningur horfði undrandi á rétt eins og í sögunni um nýju föt keisarans.
Staðreyndin var hins vegar sú að fjárhagsáætlun meirihlutans stóðst ekki. Þrátt fyrir fjölmargar ábendingar minnihlutans og annarra sagði borgarstjóri að ekki væri meiri peningur til og lýðurinn yrði að sætta sig við þetta.
Þegar óglöggur ökumaður ekur á bíl sínum á ljósastaur má allt eins kalla það sókn til betri umferðarmenningar þegar hann bakkar bílnum frá staurnum og ekur leiðar sinnar á vinstri akrein. Sendir um leið öðrum ökumönnum fingurinn.
Ekki sókn heldur leiðrétting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á öðrum stað á jarðkringlunni fyrir einhverjum þúsundum ára fór lýðurinn í strið vegna hungurs.
UNDRANDI DROTTNINGIN SAGÐI- JA EN ÞVÍ BORÐAR FÓLKIÐ BARA EKKI KÖKUR ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.9.2016 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.