Viđhlćjendur, vinir, fréttabörn og samtrygging
19.9.2016 | 10:36
Fréttastofa er hjá sjónvarpi Ríkisútvarpsins og önnur hjá sjónvarpi 365 miđla, Stöđ2. Ţetta eru dálítiđ skrýtnar ađstćđur, má eiginlega líkja ţeim viđ fótboltafélög. Fyrir leikmann virđist sem ţessar tvćr sjónvarpsstöđvar séu tengdar innbyrđis. Ţađ sást best í nokkuđ skemmtilegum sjónvarpsţćtti í sjónvarpi Ríkisútvarpsins á laugardagskvöldiđ.
Svo virđist sem allir fréttamenn ţessara tveggja sjónvarpsstöđva hafa flakkađ til og frá. Ţegar ţeir hafa ekki unniđ hjá Stöđ2 hafa ţeir veriđ hjá sjónvarpi Ríkisútvarpsins.
Ţetta er eins og fótboltaliđ. Ţjálfarinn hefur ţjálfađ helminginn af hinum liđunum og eldri leikmennirnir hafa spilađ međ öđrum liđum. Og allir ţekkjast innbyrđis og eru vinir
Nokkrir sjónvarpsmanna sem hafa veriđ framkvćmdastjórar einnar sjónvarpstöđvar hafa líka veriđ í sama starfi á hinni. Fréttastjórarnir hafa notiđ ţess ađ vera í sömu stöđu á báđum stöđvunum. Fréttamennirnir hafa hlaupiđ á milli, veriđ reknir af einni og ráđnir af hinni.
Allir eru ţeir bestu vinir, pallar eins og sagt er. Taka viđtöl viđ hver viđ annan og hlćja svo hátt og dátt.
Manstu ţegar viđ gerđum ţetta ....
Já, en manstu eftir hinu ....
Og mikiđ óskaplega hló ég ţegar hann platađi alla ...
Ţetta eru svo skemmtilegir krakkar og nánast heimilisvinir landsmanna. Ţeir hafa aldrei rangt fyrir sér af ţví ađ ţeir eru svo nćs og kammó og hafa veriđ međ andlitiđ í sjónvarpinu í tugi ára. Óţćgilega lengi, má vissulega segja ...
Unga fólkiđ er svo óskaplega klárt, miklu skynsamar og betur menntađ en ţađ eldra.
Samt eru ţeir til sem kalla ungu fréttamennina fréttabörn. Ţvílíkur dónaskapur og mannvonska, sagđi einn, sem ţó kann ađ skrifa og tala og hefur ekki synt í međalmennskunni.
Fréttabörn ...
Ţetta er einfaldlega hugtak sem neytendur sjónvarpsstöđva og annarra fréttamiđla hafa um ţá sem skrifa og flytja fréttir á slćmri íslensku. Fólk sem ruglar saman hugtökum, orđtökum eđa málsháttum, vantar nauđsynlegan orđaforđa, kann ekki landafrćđi, veit ekki hvađ stjórnar falli nafnorđs, skilur ekki viđtengingarhátt, veit ekkert um nástöđu, virđist ekki hafa ekki almenna ţekkingu eđa hreinlega giskar á ...
Dettur sjónvarpsliđinu ţađ virkilega ekki í hug ađ neytendur hafi skođun?
Ţví miđur er ţađ svo ađ hinir eldri og reyndari frétta- og blađamenn lesa ekki yfir fréttir hinna yngri. Allt er látiđ vađa út á öldur ljósvakans eđa prentađ á pappír. Ástćđan er einfaldlega sú ađ magniđ skiptir meira máli en gćđin og engin virđist hugsa um uppeldislegt gildi frétta.
Ţess vegna skrifa fréttabörnin mörg hver tvitterísku og fésbókísku. Ţó er vissulega til ungt fólk í fjölmiđlum sem eru sér til mikils sóma svo jafnvel margir hinna eldri ćttu ađ taka sér ţau til fyrirmyndar - láta ţau lesa yfir fyrir sig.
Nei, auđvitađ eru ţetta bara leiđindi. Sjónvörpin eru óskeikul og ţeir sem ţar starfa eru óumdeilanleg enda vinir.
Nei, kćri lesandi. Ég á ekki viđ neitt samtryggingakerfi. Á ţađ ekki ađeins viđ um stjórnmál og atvinnulíf?
Nei, og aftur nei. Fréttaliđiđ klikkađi ekkert í fréttaflutningi sínum, hvorki fyrir né eftir hrun. Ţađ ber enga ábyrgđ. Viđ eigum bara ađ ráđast á Moggann og kenna honum um allt sem miđur hefur fariđ í fortíđ, nútíđ og framtíđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sćll.
Ţetta er dásamleg greining á fréttahjörđinni.
Međ kveđju.
Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 20.9.2016 kl. 07:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.