Notkun fjárlaganefndar í pólitískum tilgangi
13.9.2016 | 12:22
Fyrir nákvæmlega fjórum árum réðst meirihluti fjárlaganefndar með offorsi á Ríkisendurskoðun sem er stofnun undir stjórn Alþingis. Formaður nefndarinnar var Björn Valur Gíslason, þáverandi alþingismaður og núverandi varaformaður Vinstri grænna. Í þessum leik tók Oddný Harðardóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þátt.
Þetta var pólitísk árás. Ekkert annað enda hinn pólitíski tilgangur að koma höggi á stofnun sem gat komið ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu í vandræði.
Tylliástæðan var skýrsla Ríkisendurskoðnuar um úttekt á kaupum ríkisins á bókhaldskerfi. Raunar hafði skýrslan dregist og vinnubrögð stofnunarinnar voru alls ekki nógu vönduð, rétt eins og hún viðurkenndi.
Hins vegar var á þessum tíma ætlunin að setja á stofn rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna. Ríkisendurskoðun hafði löngu áður gert ítarlegar skýrslur um sama efni og raunar haldið því fram að lítið hafi verið athugunarvert við einkavæðinguna. Því var ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu ekki sammála og þess vegna var rakkanum honum Birni Val og meirihluta fjárlaganefndar sigað á stofnunina og ætlunin var einfaldlega sú að koma ríkisendurskoðanda frá.
Kosningavetur var framundan, kosið í apríl 2013. Það var því ekki seinna vænna að fara í herferð gegn þeim aðila sem var vandmál í blekkingaleik ríkisstjórnarinnar.
Þarna var hafin ófrægingarherferð á hendur Ríkisendurskoðun vegna skýrslu um kaup á bókhaldskerfi. Viðbrögð fjárlaganefndar voru þó í engu samræmi við ávirðingarnar.
Meirihluti fjálaganefndar neitaði að senda frumvarp til fjárlaga til umsagnar ríkisendurskoðunar, stofnunar Alþingis. Þetta var í raun snilldarbragð, ætlunin að breyta umræðugrundvellinum, frá slakri málefnastöðu þáverandi ríkisstjórnar og að einhverju allt öðru. Tilgangurinn auðvitað sá að villa um fyrir kjósendum.
Kjósendur létu hvorki pólitískan áróður né rugið í ríkisstjórninni villa sér sýn. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu ráðningu í næstu þingkosningum og Björn Valur féll af þingi.
Nefndin notuð í pólitískum tilgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.