Munu Þorsteinn og Þorgerður flagga ESB fánanum?

Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Þannig segir í gömlu orðatiltæki sem ég lærði fyrir löngu. Datt þetta í hug þegar ég sá frétt mbl.is um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum  varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksis, hefðu gengið til liðs við nýjan stjórnmálaflokk, Viðreisn.

Verði þeim að góðu og bestu þakkir fyrir samstarfið. Þau taka eflaust fjöldann allan af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins með sér og ábyggilega einn eða tvo fylgismenn hvort. Katrín ætlar sér ábyggilega aftur á þing en ólíklegt er að Þorsteinn ætli sér það. Bæði eru málefnalegir og góðir stjórnmálamenn og munu eflaust styrkja nýtt þing, komist þau að.

Á síðustu landsfundum Sjálfstæðisflokksins hafa nokkrir fulltrúar krafist þess að flokkurinn leggði af andstöðu sinni gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Mikill meirihluti landsfundar hefur alla tíð verið á móti því, um 80%.

Þó svo að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hafi eingöngu verið stofnaður af gömlum Sjálfstæðismönnum vegna óánægju með afstöðu flokksins til ESB flaggar hann ekki þeirri afstöðu núna. Ástæðan er einföld. Aðildarhugmyndin er ekki aðlaðandi fyrir kjósendur.

Þorsteinn og Katrín eru fylgjandi aðild og hafa barist fyrir henni síðustu árin. Mikið þarf að breytast til að þjóðin samþykki aðildarumsókn. Nú virðist sem tveir flokkar séu með aðild og njóta þeir samtals um 20% fylgis þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. 

Eigendur Viðreisnar munu pottþétt ekki leggja áherslu á ESB aðild fyrir kosningar. Þeir munu fela þessa afstöðu sína enda ætlunin að laða kjósendur að flokknum en ekki öfugt.


mbl.is Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þEGAR FYRIRFRAM ER VITAÐ AÐ FÓLK SIGLIR UNDIR FÖLSKU FLAGGI- ERU píratar skárri !

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2016 kl. 18:51

2 identicon

Eftir því sem ég best veit þá sigldu viðræður Íslendinga og ESB í strand þegar árið 2011 vegna deilna um stjórnun fiskimiðanna við landið.

Mér skilst m.a. að Frakkar hafi, þótt þeir hefðu engra hagsmuna haft að gæta, af prinsipástæðum þvertekið fyrir að láta nokkuð undan kröfum Íslendinga í þeim efnum.

Ef við viljum ganga í ESB þá verðum við einfaldlega að ganga að öllum skilyrðum þess, við getum í mesta lagi fengið einhvern frest til þess.

Ég tel því að allar umræður um inngöngu Íslands í ESB séu alveg út í hött.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég vil minna á hversu áríðandi það er að fletta ofan af áherslu þeirra um "Vestræna samvinnu". sem er í felulitum og þýðir Evrópusambandsaðild. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig RÚV.skilgreinir það.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2016 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband