Sjálfstæðisflokkurinn studdi Þorgerði í erfiðleikum hennar
6.9.2016 | 09:02
Fari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í framboð fyrir annan stjórnmálaflokk, eru skrýtin tíðindi, raunar eru það fréttir að hún skuli vera að hugleiða þetta.
Á alvarlegustu erfiðleikatímum í pólitísku og persónulegu lífi Þorgerðar stóðu Sjálfstæðismenn þétt að baki hennar. Létu yfir sig ganga þaulskipulagðan áróður andstæðinga flokksins um fjármál hennar og eiginmannsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins varði hana og það gerðum við óbreyttir sjálfstæðismenn. Hún naut viðtæks stuðnings innan flokksins en sagði af sér varaformennsku vegna þess að hún vildi ekki að flokkurinn yrði fyrir skaða vegna hennar. Það var talið merki um göfuglyndi hennar og trygglyndi.
Þorgerður Katrín er ESB sinni. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er á móti aðild að ESB og það hefur reynst vera rétt mat miðað við stöðu mála í Evrópu undanfarin misseri, allir sjá það. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur leggur lengur áherslu á aðild að Evrópusambandinu.
Hvað getur valdið því að Þorgerður Katrín sé að íhuga framboð fyrir annan stjórnmálaflokk? Er það af metnaði eða telur hún að hennar tími sé kominn ...? Eða hvað er það við Sjálfstæðisflokkinn sem veldur því að hún tvístígur? Ekki getur það verið ESB málið, það er löngu dautt.
Í pistlum á þessum vettvangi hef ég iðulega gagnrýnt skort á stefnufestu stjórnmálamanna, flatneskju í stjórnmálum, skort á eldmóði og framsýni. Þess í stað er engu líkar en að stjórnmálamenn noti skoðanakannanir til stefnumótunar. Stjórnmálamenn leita dauðaleit að baráttumálum í stað þess að taka þátt í stjórnmálum vegna staðfastra og eindregna skoðana.
Flatneskjan fer vaxandi í öllum stjórnmálaflokkum. Hégómleikinn virðist vera alls ráðandi, vinsældir eru málið, allir eiga að vera eins. Æ færri fara í stjórnmál vegna stefnu sinnar. Aðferðin felst í því að stofna fyrst flokk og síðan finna sér skoðun til að hanga á, eitt málefni kann að duga.
Ég trúi því ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yfirgefi þann flokk sem hún á svo margt gott að gjalda. Engar málefnalegar forsendur eru fyrir því. Flokkurinn hefur alltaf sýnt henni tryggð og hún á móti. Hún hefur aldrei nokkru sinni gagnrýnt stefnu flokksins síðan hún sagði af sér varaformennsku.
Leiðir Þorgerður Katrín lista Viðreisnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Svo virðist sem kratarnir í Sjálfstæðisflokknum hafi fundið sér samstarfsvettvang í "Viðreisn". Nafn þess flokks hefur ekkert með Viðreisnarstjórnina að gera, sú stjórn vann þjóðinni heill, en stefna og slagorð flokksins með þessu nafni eru mótsagnakennd, svo ekki sé meira sagt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.9.2016 kl. 09:39
Sæll Tómas,
Mér finnst að borgaralegt fólk ætti að standa saman, hvort sem það telst hægri jafnaðarmenn eða hægri framsókn. Upplausnin á vinstri vængnum getur ekki boðað gott. Í Sjálfstæðisflokknum hafa verið margar vistaverur fyrir fólk með sambærilegar grundvallarskoðanir. Nú er eins og að fánýtur hégómleikinn hafi ruglað gott fólk í ríminu og það vill endilega stofna flokk. Skelfing leiðist mér þetta.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.9.2016 kl. 10:57
Góð grein Sigurður. Mér finnst ákvörðun hennar alveg stórfurðulega. Eins og þú segir réttilega að Sjálfstæðismenn studdu hana á sínum tíma. Að hún fari núna yfir í Viðreisn lýsir hræsni hjá henni.
Örugglega margir sem studdu hana á sínum tíma velta því fyrir sér núna hvort þeir/þau hefðu átt að styðja hana á sínum tíma. Heldur óska eftir að hún myndi segja af sér sem Varaformaður.
Eina sem Viðreisn er með er að ganga inn ESB sem er að liðast í sundur. Núna hefur Ítalía lagt til að Schengen verði aðeins þau 12 lönd sem eru með evruna.
Ómar Gíslason, 6.9.2016 kl. 12:25
Sæll Ómar,
Ég ber mikla virðingu fyrir Þorgerði Katrínu og hreinlega neita að trúa því að hún sé á leið úr Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla ekki að gagnrýna eitthvað sem er óstaðfest. Hins vegar hef ég stutt hana hingað til eins og allir Sjálfstæðismenn. Vangaveltur þínar eru vel skiljanlegar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.9.2016 kl. 13:05
Viðreisn er sögð fjármögnuð af Björgólfi Thor.....
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2016 kl. 20:06
"Formaður Sjálfstæðisflokksins varði hana og það gerðum við óbreyttir sjálfstæðismenn. "
Nú getur þú, Sigurður, auðvitað ekki svarað fyrir formanninn, en varðir þú Þorgerði vegna þess að árásirnar voru ómaklegar, eða vegna þess að hún var í Sjálfstæðisflokknum?
Annað
"Ég trúi því ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yfirgefi þann flokk sem hún á svo margt gott að gjalda. Engar málefnalegar forsendur eru fyrir því."
Öh, ef við förum aðeins fyrir málefnamun Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks má t.d. nefna
a) afstöðu til þess hvort að atkvæði Reykvíkinga og nærsveitarmanna eigi að vera hálfdrættingur á við aðra landsmenn:atkvæðavægi eigi að vera jafnt
b) hvort að núverandi markaðsbrestir í landbúnaðarmálum og fjáraustri verði haldið áfram í svipuðu horfi (flokkurinn kaus meira að segja forstjóra MS sem formann atvinnuveganendar á síðasta landsfundi)
c) hvort að útgerðin eigi fiskveiðiauðlindina eða þjóðin (og endurspeglist þá í gjaldtöku)
d) hvort að skoða eigi aðra möguleika í gjaldeyrismálum en krónuna með þeim margföldu vöxtum sem krónunni fylgir fyrir fólk og atvinnulíf
Einhverjum, myndi jafnvel telja eitt af þessum atriðum, duga til þess að sjá í hvorum flokknum viðkomandi á málefnalega heima.
Haukur (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 20:20
Sæll Sigurður
Óvenju góð ritsmíð. Þessi Haukur hefur aldrei fylgt okkur að málum. Bara " hvort að skoða eigi aðra möguleika í gjaldeyrismálum en krónuna með þem margföldu vöxtum sem krónunni fylgir fyrir fólk og atvinnulíf" sýnir algera vanþkkingu. Heldur hann virkilega að 0% innlánsvextir séu viðunandi fyrir ellilífeyriþega? 0% vextir eru til merkis um sjúkan efnahag.Veit hann hvað hversu vextir og afborganir af húsnæði eru hátt hlutfall tekna almennings í Evrópu? Hvaða þjóðir eru með afgang í viðskiptum, auk Þjóðverja o.s.frv. Allt annað sem hann segir er án raka; enda í Viðreisn.
Sigurður, tryggð og vinátta eru mjög málefnalegar ástæður sé ekki um hlutdeild í brotum að ræða, hvað sem þessi Haukur segir.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.9.2016 kl. 20:57
fjármálaóreiðufólk vill enginn á Alþingi. Þar er nóg sorp fyrir.
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.9.2016 kl. 20:57
Einar Sveinn. Held að þú hittir naglann á höfuðið með tryggð og vináttu. Þetta eru hugtök sem margt fólk skilur ekki í dag.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.9.2016 kl. 21:21
Afsakið, Einar Sveinn, úr því að þú sérð ástæðu til að hnýta í mig. Hver var ég að halda fram án raka?
Að ekki sé málefnamunur á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks? Eða einhverju öðru?
Haukur (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 21:34
Sigurður. Þegar maður styður einhvern í skelfilegum erfiðleikum sínum, þá styður maður þann einstakling af einlægni, óeigingirni og án skilyrða. Maður kemur ekki seinna og segir að maður eigi frjálsar skoðanir og ákvarðanir þess einstaklings, vegna þess að maður "studdi" hann í erfiðleikum sínum.
Manni verður eiginlega hálf flökurt af að lesa um svona tilætlunarsemi "stuðningsflokks" Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í hennar erfiðleikum. Þetta dæmi afhjúpar þá klíkuskaps-kúgun sem viðgengst innan Sjálfstæðisflokksins, og jafnvel fleiri flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar hafa ekkert leyfi né vald til að kaupa skoðanir og frjálsan vilja einstaklinga með svokölluðum "stuðningi" á erfiðum tímum. Eins gott að koma siðferðishugsunum á Íslandi upp á það mennska og vitræna plan, að svona kúganir eru ekki siðsamlegar né mannúðlegar. Og ekki seinna vænna sýnist mér.
Stuðningur og hjálp eru alltaf án skilyrða. Ef stuðningurinn og hjálpin eru háð skilyrðum, þá heitir það á mannamáli kúgun eða mútur, en ekki stuðningur!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2016 kl. 01:09
Sigurður, - Eins og Anna Sigríður segir, þá kemur það ekkert málinu við hver styður hvern og hvenær. Það er hjálp og TAKK FYRIR. - EN, þú kaupir ekki afstöðu fólks, (Can't buy me love..)en þú kemur nefnilega nákvæmlega að kjarna málsins varðandi Sjálfstæðisflokksins þíns þegar þú, og þínir, ætlist hreinlega til að "ég geri þér greiða. og þú kýst mig" symdromið eigi þarna við. Þú í raun og veru nýtir þér fyrst ófarir hennar og fjölskyldu og nuddar síðan í sárinu núna í þessari grein þinni. - Þessi tími er liðinn, Sigurður. - Þetta er gamla íhaldið og Valhallarklíkan í sinni ógeðslegustu birtingarmynd. - Fólk vill vera frjálst með sínar hugsanir og skoðanir. Þess vegna er það t.d. EKKI í Sjálfstæðisflokknum. - Ég ætla rétt að vona þegar og ef þú hjálpar mér eða næsta manni uppúr skafli í vetur, að þú spyrjir mig ekki í hvaða flokki ég sé og/eða hættir við ef ég segist ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn. - Ég veit ekki hvernig þetta er á þínu heimili, en á mínu heimili hjálpa hverjir öðrum án skilyrða. - Þetta var verulega ljótt og leitt að lesa og að sjá þessa afstöðu þína ef þetta var virkilega meint.
Már Elíson, 7.9.2016 kl. 03:11
Það er rétt hjá Einari Sveini Hálfdánarsyni, endurskoðanda og hrl., að "0% vextir eru til merkis um sjúkan efnahag." Ýmis Evrópusambandslönd hafa glímt við stöðnun og mikið atvinnuleysi, engan hagvöxt árum saman og voru að reyna að örva hagvöxt með engum vöxtum eða jafnvel allt niður í neikvæða vexti á bankalánum til nýframkvæmda og sprotafyrirtækja -- og dugði jafnvel ekki til.
Við getum vel sett þak á vexti hér á landi, meðan verðtrrygging hefur ekki verið afnumin nema á 40 ára lánum. 2% vextir á verðtryggð lán og 4-5% vextir á óverðtryggð lán þykir mér alveg nóg, þótt lánastofnanir séu trúlega ófúsar til langtímalána með síðarnefndu prósentunni fastbundinni.*
En Þorgerður Katrín fer fram fyrir "Viðreisn" í Kraganum, það er staðfest,** en hvernig hún hjálpar þeim um bætt "siðferði" og "gagnsæi", sem þeir tala um í stefnu sinni, veit ég ekki. Kom ekki hátt kúlulán manns hennar við sögu þess að hún varð að láta sig hverfa af Alþingi, og fór hún vel með ríkisfé við tvær ferðir þeirra á ÓL í Peking?
Og þykir Þorgerði siðferðislegur ávinningur að því að ganga til liðs við harðvítuga Icesave-greiðslusinnann Benedikt Jóhannesson? -- sbr. mynd af honum hér með öðrum slíkum, sem stofnuðu félag til að berjast gegn þjóðarhagsmunum og lagalegum rétti Íslendinga í því máli (og þar er líka önnur mynd af hákarlinum þeirra víðfræga): Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands.
* Sbr. einnig þessa grein: Hærri raunvextir hér en í nágrannaríkjum hafa ekkert með gjaldmiðil okkar að gera (uppl. frá Má Wolfgang Mixa).
** http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/09/06/stortidindi-ur-politikinni-thorgerdur-katrin-fer-fram-fyrir-vidreisn/ -- þar á ég athugasemdir.
Jón Valur Jensson, 7.9.2016 kl. 05:48
Gleymum svo ekki, að Bjarni Benediktsson hinn ungi og viðhlæjendur hans í þingflokki sjálfstæðismanna (með fáeinum undantekningum, Birgis Ármannssonar o.fl.) sviku bæði landsfund þeirra og þjóðina með því að greiða atkvæði með Buchheit-samningnum, þeim hinum sama sem forsetinn neitaði að skrifa upp á sem lög og Íslendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og enn er Bjarna og Illuga ekki treystandi til að framfylgja stefnu landsfundar flokksins árið 2013 í ESB-málum. Íslenska þjóðfylkingin er eini flokkurinn með hreina og skýra stefnu gegn ESB-innlimun og gegn Schengen-samningnum, auk margra annarra þjóðþrifamála og samstöðu með launafólki, lífeyrisþegum, meðlagsgreiðendum o.fl., sbr. hér: XE fyrir Íslensku þjóðfylkinguna - ekki spurning!
Jón Valur Jensson, 7.9.2016 kl. 06:06
Afar sjaldan gerist það að fólk leggur misskilur viljandi pistla mína og það gerist nú. Pistillinn fjallar að mestu um skilyrðislausan stuðning Sjálfstæðisflokksins við fyrrum formann sinn í embætti sem utan þess.
Út af fyrir sig er ekkert að því að fólk hafi aðrar skoðanir en það er of langt gengið að leggja sig í líma við að snúa út úr málefnalegum ummælum eða reyna að misskilja viljandi. En hvað getur maður svo sem gert. Orð á prenti eru frjáls til túlkunar.
Ofstækið er alltaf til óþurftar og því miður getur enginn sem skrifar opinberlega forðast þá sem hafa það að tilgangi tilveru sinnar að ráðast á aðra í athugasemdadálkum. Eina ráðið er að þegja, hætta blogginu til að forðast að styggja einhverja. En þá er tilgangi þess náð, þöggun sem fengin er fram með ofbeldi í orðræðunni.
Sem betur fer hef ég verið afar heppinn með góðar góðar og málefnalegar athugasemdir í þessum dálkum. Afar sjaldan ræðst hingað inn fólk sem er nær bókstaflega froðufellandi af bræði yfir einhverri óskiljanlegri túlkun á pistli. Einum man ég eftir sem sagðist ætla að gera það að verkefni lífs síns að þagga niður í mér vegna afstöðu minnar til Evrópusambandsins. Síðar sagðist hann hafa sagt þetta „í hita leiksins“ og baðst afsökunar á ummælum sínum.
Ég hef ákveðnar skoðanir sem byggja á reynslu og þekkingu. Ég er opinn fyrir rökæðum og skoðanaskiptum en nenni ómögulega að eiga orðaskipti við ókurteist fólk sem getur ekki tjáð sig nema með leiðindum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2016 kl. 08:55
Það er þó og allavega bót í máli að þú lest það sem skrifað er og gefur öðrum séns á að tjá sig í rökræðuformi og svarar þokkalega málefnanlega, lest að vísu ekki alltaf rétt í, - en ekki hinn, "guðsmaðurinn" óvinsæli hér fyrir ofan. - Vei honum, gott hjá þér.
Már Elíson, 7.9.2016 kl. 09:27
Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !
Jón Valur fjölfræðingur !
Hví: ætti Sigurður síðuhafi og ferðamálafrömuður kunnur, að birta lofrullur þínar til hinnar misheppnuðu Íslenzku þjóðfylkingar, sem elur á áframhaldandi aðild að EFTA og NATÓ á hverju sem gengur, í vinnubrögðum þeirra samtaka, hérlendis:: sem og um veröld víða (NATÓ sérílagi) ?
Á sama tíma - og þú ætlazt til Jón Valur, að Sigurður og aðrir síðuhafar:: hér, á Mbl. vefnum, birti þínar athugasemdir af hvers kyns tilefnum, synjar þú mér birtingar, nú síðast: á vef hinna ágætu Kristinna stjórnmálasamtaka, Jón Valur / nú síðast: gærdegis, hvar ég hrósaði Robert Fico, einum hinna þróttmiklu leiðtoga Slóvakíu að verðugu, fyrir einarðlega og drengilega mótspyrnuna, gagnvart hinni Múhameðsku innrás, í nágranna álfuna Evrópu.
Menn ættu því ekki: að vera svo mjög hissa á Jón Valur / þó svo hinn ágæti drengur: Már Elíson m.a., sendi þér pílurnar, fjölfræðingur knái.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 12:07
Ég frétti það hér og nú, Óskar, að þú segir mig hafa synjað þér birtingar á innleggi um þennan Fico, en það hafði ég alls ekki gert og fer nú beina leið í stjórnborð Krist.bloggsins til þess að lesa og væntanlega birta það innlegg þitt, sem ég hafði ekki hugmynd um. Enþótt ÍÞ sé ekki umræðuefnið hér, tel ég dóm þinn um hana illa grundaðan.
Jón Valur Jensson, 7.9.2016 kl. 12:41
Komið þið sæl - á ný !
Jón Valur !
Um leið: og ég vil þakka þér fyrir, snaggaralega birtingu minnar athugasemdar, á síðu Kristnu stjórnmálasamtakanna, vil ég ítreka viðhorf mín / sem andstöðu við Íslenzku þjóðfylkinguna, hér með.
Hvergi - er að finna í stefnu þeirra Íslenzku þjóðfylkingarinnar, fortakslaust afnám verðtryggingar og okurvaxta, né hneykslanleg Bifreiðagjöldin t.d. (sem okkur var lofað afnámi, fyrir árslok 1990 - af hálfu þeirra þáverandi ráðherra (í Katljósi Ríkissjónvarpsins 1988), Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar), né Stimpilgjöld 19. aldar stílsins, sem bæta myndu stöðu heimila og fyrirtækja mjög, ekki hvað sízt, með tilliti til Vörubíla / já: og allrar almennrar bifreiða útgerðar landsmanna, Jón Valur.
Þarf Helgi ykkar Helgason: leiðari (svo: slett sé Færeyskunni lítilsháttar) Íslenzku þjóðfylkingarinnar ekki, að fara að spýta í lófa sína / bretta upp ermar, og koma sér í hærra drifið, Jón minn ?
Svona - í alvöru talað, fjölfræðingur góður ?
Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 12:59
Halló, þetta blogg er ekki einhver húsgafl þar sem þið getið hjalað út í hið óendanlega um mál sem koma efni pistilsins ekkert við. Vinsamlegast virðið það og finnið ykkur réttan vettvang fyrir nema þið viljið halda áfram að sneiða til mín. Læt ykkur vita þegar ég stofna fjölmiðil til þessa brúks.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2016 kl. 13:09
.... bið þig forláts, Sigurður minn.
Eins og er: eða síðan í Janúar í fyrra, er ég vettvangslaus hér á Mbl. vefnum, þar til / eða unz, við Haraldur Johannesen ritstj. náum lendingu í mínum málum í Hádegis móunum, þegar ég fyndi mér tíma til að hitta hann, yfir vænum Kaffibolla eða Súkkulaðis, síðuhafi góður.
Af þessum ástæðum: hefi ég stundum þurft, að leita mér leiða, til tiltekinnar umræðu hinna ýmzu síðna, þó viðkomandi málefni eða umfjöllun hafi óviðkomandi verið Sigurður - og bið þig vel að virða, sem aðra mæta síðuhafana, víðsvegar:: hér á Mbl. slóðum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 13:20
Innlegg Óskars (og er þá hjali þessu lokið af minni hálfu): krist.blog.is/blog/krist/entry/2179519/#comment3633559
Jón Valur Jensson, 7.9.2016 kl. 13:35
Jæja, þá liggur það fyrir, einn fv formaður Sjalla og einn fv varaformaður munu fara gegn sínum gamla flokki.
Þetta stefnir í spennnandi kosningar. Mjög áhugavert hvort að Sjallar muni nú ráðast að bankaeiginkonunni með hennar (ekki)aðgerðir og fjármál.
Með aðra hér, þá er það endalaus plága að fá guðfræðinginn á bloggsíður sínar, sá kann ekki að stopp, né að hafa ragnt fyrir sér.
Sigfús (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 16:26
þetta er svona, ok við studdum hana pólitskt, sama þó hún og makinn hafi svindlaqð mega mikið á landslýð. Skiljum það, en ekki að hún yfirgefi okkur. Er það þetta sem þú ert að segja Sigurður? Óska svars!
Jónas Ómar Snorrason, 7.9.2016 kl. 21:11
Sæll Jónas Ómar. Með fullri virðingu, hefurðu ekkert lært um mig og skoðanir mínar af lestri pistlanna hér, samt lestu þá nær daglega? Við liggur að maður sé bara doldið sár ef þú og aðrir lesendur haldi að maður sé algjör skíthæll. Haldir þú það er ábyggilega borin von að ég geti sannfært þig um annað.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2016 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.