Körfuknattleikssambandið sýnir forsetanum óvirðingu.

Körfuknattleikssambandið á ekki að koma forseta Íslands í vanda. Sé ætlunin að heilsa leikmönnum fyrir leik er það lágmark að hver og einn sé kynntur fyrir forsetanum með nafni. Allt annað er ótækt og virðingarleysi fyrir embættinu og þeim sem því gegnir.

Ljóst má vera að hafi forsetinn verið kynntur með nafni fyrir Kristó­fer Acox væri þetta lítið mál. Geta má nærri að það geti verið dálítið sárt fyrir leikmanninn að vera ranglega talinn útlendingu, jafnvel þó hann sé í landsliðinu.


mbl.is Guðni tók Kristófer sem útlendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Forsetinn á að vita það að með Íslenska landsliðinu spila AÐEINS ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR.

Jóhann Elíasson, 1.9.2016 kl. 14:54

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skil þig, Jóhann. Hins vegar á KKÍ að sinna forsetanum. Hefði hann verið kynntur er ég viss um að kveðjan hefði verið önnur. Í handboltalandsliðunum hafa til dæmis verið ísleskir ríkisborgarar sem ekki hafa verið talandi á íslensku.

Hins vegar leysti forsetinn úr þessu á snaggaralegan hátt í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.9.2016 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband