Óundirbúin formaður í óundirbúnum fyrirspurnartíma
18.8.2016 | 16:08
Líklega eru Samfylkingarmenn farnir að sakna fyrri formanns og var hann þó ekki í háum metum meðal þeirra. Raunar er það svo að kratar hafa aldrei kunnað að meta formenn sína, brúkað þá sem einnota og hent þeim eins og skítugri flík. Engum hefur dottið í hug að þvo flíkina ... eða skóla formennina dálítið til, svo samlíkingunni sé sleppt.
Á fréttavefnum visir.is er sagt frá dálítið skondinni uppákomu á Alþingi. Nú verandi formaður Samfylkingarinnar ... Afsakið ég er að fletta upp á því hvað formaður dagsins heitir. Jú, Oddný Harðardóttir og hún ætlaði aldeilis að taka Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, í karphúsið í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun.
Hún segir:
Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum.
Kristján svaraði því til að ætlunin sé að auka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu úr 75 milljörðum króna og í 90 milljarða á árunum 2016 til 2021.
Oddný kom aftur í ræðustól enda hafði Kristján ónýtt fyrir henni fyrirspurnina með því að segja frá stórauknu framlagi til heilbrigðismála. Nýja spurningin hljóðaði upp á að Landspítalinn þyrfti 5,3 milljarða króna til að reksturinn myndi ekki dragast saman.
Kristján lét Oddnýju fá það ágæta svar að 5,3 milljarða króna vötun inn í Landspítalann sem veltir 190 milljörðum króna skipti varla sköpum.
Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.
Sem sagt, formaðurinn túlkar það svo að um 2,8% halli á rekstri sé svo alvarlegt mál að heilbrigðiskerfið sé við það að fara á hliðina eða öryggi sjúklinga verði í hættu.
Málalyktir urðu því þær svo að Oddný Harðardóttir reyndist óundirbúin í óundirbúna fyrirspurnatímanum. Kratar eru víst farnir að pæla í því hver gæti orðið næsti formaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mer þikir leitt að þurfa að viðurkenna að konur á Alþingi virðast hugsa meira um ferðalög og allt annað en þær voru kosnar til að gera ! Nema Vigdís H.
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.8.2016 kl. 18:57
Þær hinar sömu ættu á að vera meira fjarvandi frá þingfundum. Það væri þjóðþrif.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.8.2016 kl. 18:59
Sigurður, hverslags málflutningur er þetta. Af því að bjálfinn Kristján Þór er klárari í pontu á Alþingi en bjálfinn hún Oddný G. Þá á þjóðin að kaupa það að heilbrygðiskerfið sé í fínu lagi. Það er ekki einu sinni starfandi læknir á sjúkrahúsinu á Ísafirði svo eitthvað sé nefnt. Hverslags málflutningur er þetta eiginlega. Væri ekki betra fyrir þig að skrifa einhversstaðar þar sem enginn les?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.8.2016 kl. 01:53
Það slær eingin Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Jóhann jarðfræði nema út í ómerkilegheitum og öðrum fláttskap.
En hún Oddný er bara svo drep leiðinleg að það nennir eingin að hlusta á þessa upplituðu gufu, það var þó hægt að hlæja að bullinu í Árna Páli með sinn lausa kjálka.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.8.2016 kl. 08:14
Afsakaðu, Steindór. Hélt að enginn læsi þessa pistla mína. Myndi ég skrifa annars staðar værir þú vís með að leita mig uppi til að gera fleiri svona málefnalegar athugasemdir. Lifðu heill.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.8.2016 kl. 08:23
Ég bið þig velvirðingar Sigurður síðuhafi, á framhleypni minni með athugasemd við mál Steindórs Sigurðssonar.
Steingrímur Jóhann smalaði starfsemi landsbyggðarsjúkrahúsa til Reykjavíkur og skar í leiðinni niður starfsemi landsspítalans þannig að þegar okkur loksins auðnaðist að losna við þau Jóku vitlausu og Grím fláráða = Jógrímu, að þá var heilbrigðiskerfið okkar í rúst.
Það hékk bara saman á samviskusömu fólki heilbrigðiskerfisins. Það tekur tíma og kostar marga peninga að lagfæra spjöll Steinríms Jóhanns á heilbrigðiskerfinu.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.8.2016 kl. 08:45
Þakka, Hrólfur. Veit engin deili á Steindóri en er nokkuð vel að mér um vinstri stjórnina síðustu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.8.2016 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.