Afstaða Katrínar Jakobsdóttur skilur margar spurningar eftir ...

Þessi aðferð við að kynna hluti með þessum hætti skilur margar spurningar eftir.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í viðtali í Morgunblaði dagsins. Viðtalið var án efa tekið eftir kynningu ríkisstjórnarinnar á tillögum á kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð. Katrín virðist ekki vera búin að lesa þær en er eldsnögg að hallmæla þeim fyrirfram.

... skilur margar spurningar eftir.“ segir hún og umsvifalaust kippir henni í kynið enda notar hún sömu aðferð og Gróa á Leiti sem orðaði það svipað; „ólygin sagði mér“. Báðar láta að því liggja að eitthvað alvarlegt sé að en eins og aðrir sem dreifa ósannindum eru þau ekki nefnd á nafn. „... skilur margar spurningar eftir.“ Það dugar meðan verið er að fóðra „skítadreifarann“ (afsakið talsmátann).

Í fréttinni er haft eftir Katrínu í óbeinni ræðu:

Áhyggjur væru af því að leiðirnar myndu nýtast tekjuhærri hópum best, þar sem þeir ættu auðveldara með sparnað.

Ekkert fullyrt en látið að því liggja að eitthvað stórkostlega alvarlegt sé að.

Þetta kemur frá stjórnmálamanni sem hefur krafist opinnar stjórnmálaumræðu, heiðarleika og lýðræðis. En munum að krafan á við alla aðra, ekki hana sjálfa. Verkefni hennar er þannig skilgreint að að hún eigi að ata aðra auri svo af henni sjálfri skíni eins og af nýsleginni evru. Þannig verkaðferð skila sjaldnast neinum árangri.

Rifja má eftirfarandi upp frá ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur:

  1. Var hún ekki ráðherra í ríkisstjórninni sem samþykkti aðlögunarviðræður við ESB án samþykkis þjóðarinnar?
  2. Sveik hún og aðrir ráðherrar þar ekki samþyktir Vinstri grænna?
  3. Gerði ríkisstjórn hennar eitthvað vegna verðtryggingarinnar?
  4. Aðstoðaði þessi ríkisstjórn hennar fólk vegna hrunsins?
  5. Setti ríkisstjórn hennar ekki lög sem björguðu bönkunum frá bótakröfum almennings þegar gengistrygging lána var dæm ólögmæt?

Fleira mætti til taka. Niðurstaðan er þó sú að afstaða Katrínar Jakobsdóttur til tillagna núverandi ríkisstjórnar skilur margar spurningar eftir ...

Sú mikilvægasta er þessi:

Er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, marktæk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfalt svar.

NEI.

Og hefur aldrei verið.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 16:03

2 identicon

Ég ætla ekki að mæla bót síðustu ríkisstjórn. En að lesa þetta bull, kemur uppí hugann orð meistara Megasar. "Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annaö.

Þssar tillögur snúa eingöngu að því að stela viðbótarsparnaði unga fólksins.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 22:01

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú tómur miskilningur hjá þér, Steindór. Pistillinn er ekki réttlæting enda ekkert böl varðandi tillögur núverandi ríkisstjórnar þó nokkuð vanti upp á að þær leysu úr vanda þeirra sem vilja kaupa íbúð.

Pistillinn fjallar um formann stjórnmálaflokks og hæfileika hans til að gagnrýna með eldsnöggum hætti en vankunnáttu í að gera vel fyrir þjóðina.

Eftir að hafa fjallað um þessa furðu verður mér hugsað aftur til síðustu ríkisstjórnar þar sem þessi sami formaður hafði nægan tíma til að leggja fram góðar lausnir fyrir þjóðina en gerði það ekki.

Niðurstaðan er því sú hvort formaðurinn sé yfirleitt marktækur þegar hann finnur nýjum tillögum allt til foráttu.

Ég vona að þú skoðir pistilinn í þessu ljósi. Kennir mér að skrifa framvegis skýrar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.8.2016 kl. 22:17

4 identicon

Já eins og ég sagði þá er ég sammála þér með það að það er ekkert að marka samspillinguna. En hitt málið gengur útá að lokka unga fólkið til að eyða viðbótarlífeyrissparnaðinum í húsnæði og eftir hæfilega mögr ár að hirða af þeim húsnæðið með viðbótarlíeyrissparnaðinum.

Maður er nú farinn að átta sig á hvernig þetta lið hugsar.

Og því miður hugsa ég að þetta plott virki, því að unga fólkið verður víst einhversstaðar að búa.

En það er kannski ekkert verra að tapa honum strax, heldur en að bíða og tapa honum svo rétt áður en fólk ætlar að nota hann. Nákvæmlega eins og eldri borgarar búa við í dag með lífeyrissjóðinn. Þar er ég að tala um skerðinguna króna á móti krónu.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband