Vont að vera stykkisólmur ...

Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, segir frá því á bloggi sínu að hann hafi á yngri árum tekið þátt í kappáti í veislu í Hveragerði. Allir sem borðuðu þar fengu matareitrun og einnig sá sem Ómar „át undir borði“ eins og hann orðar það. Ómar slapp við eitrunina vegna þess að hann hafði ekki snert á grænum baunum sem allir úðuðu í sig en þær voru skemmdar og eitraðar.

Af orðleggjandi hagleik segir Ómar:

Ef þetta hefði verið fjölskylduveisla hefði hún breyst í fjölskituveislu.

Í athugasemdum segir Már Elísson:

Mér finnst orðið "fjölskituveisla" vera bæði lýrískt og myndrænt og verður hér með tekið inn í íslenskar orðabækur. Orðið segir allt sem þarf og er þar að auki hláturvekjandi svo maður verður að passa sig. Frábært hjá þér Ómar.

Ómar klykkir út með því að segja:

Mér þykir miður ef orðið vekur slíkar hræringar með mönnum, sem eru að reyna að halda í sér, að þeir geri á sig. Ekki síst ef ástand viðkomandi manns er slíkt að hann verði stykkisólmur.

Þarna hló ég svo rosalega að ég að ég átti erfitt með að halda í mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem hélt að þessi húmor væri bundinn við leikskólaaldurinn....

:-)

ls (IP-tala skráð) 29.7.2016 kl. 14:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tvisvar verður gamall maður barn. Nei, nei. Orðaleikir eru alltaf skemmtilegir og uppbyggilegir. Barnabörnunum mínum finnst það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.7.2016 kl. 14:09

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mikil vanvirða er það við þórsnes hið helga að jarða dritskerið undir bryggju, drit þurfandi til mikillar armæðu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2016 kl. 15:58

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hrólfur, eflaust áttu við Stykkið, undir höfninni í bænum sem kenndur er við það.

Nokkur munur er á því að gera stykki sín í Dritskeri eða drita í Stykki. Nokkur vegur er á milli þessara tveggja skerja.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.7.2016 kl. 16:15

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Sigurður, ætlaði ekki að skemma neitt. 

Hef líklega haft leiðsögu geimálfa eða kannski Pokimona þá ég uppglöggvaði Stykkishólm. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2016 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband