Berjast sameiginlega gegn alvarlegum glæp
22.7.2016 | 18:37
Nauðgun er einn versti glæpur sem manneskjur geta framið. Nauðgun getur skilið eftir sig stór sár sem fólk ber ævilangt. Allt of stór hluti þeirra sem verða fyrir nauðgun treysta sér ekki til að kæra. Af þeim nauðgunum sem eru kærðar leiða aðeins örfáar til sakfellingar.
Svo segir í sameiginlegri yfirlýsingu tónlistarmanna og bæjarstjóra og þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum. Ágreiningur um viðbrögð við nauðgunum á þjóðhátíðinni hefur verið leystur á þann hátt að sómi er að. Nú hefur verið tekið á alvarlegu vandamáli og ætla allir að leggja sitt af mörkum við að útrýma því, einstaklingar, listamenn, þjóðhátíðarnefnd og Vestamannaeyjarbær.
Þannig gerist þegar gott og heiðarlegt fólk kemur saman og tekur sameiginlega ákvörðun. Að sjálfsögðu hefðu allir þessir aðilar geta staðið fastir á sínu og krafist þess að hinir breyttu afstöðu sinni. Það var ekki gert. Þess í stað var málið leysti og meira lagt til eins og segir í yfirlýsingunni:
Þá má að lokum geta þess að listamenn, björgunarsveitir og aðrir gæsluaðilar á hátíðinni munu taka þátt í táknrænni athöfn vegna fyrrnefnds átaks á föstudagskvöldinu á þjóðhátíð og með því marka nýtt upphaf og vonandi eina skemmtilegustu og best heppnuðu þjóðhátíð frá upphafi.
Sómi listamanna, bæjaryfirvalda og þjóðhátíðarnefndar er mikill. Aðrir mega taka þessa aðila sér til fyrirmyndar, ekki aðeins að hafa leyst ágreining heldur að hafa lagt til atlögu við einn alvarlegasta glæp sem framinn er.
Þjóðin getur glaðst yfir svona fréttum.
Sveitirnar spila á Þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg er sammála þér Sigurður, greinilegt er að unga kynslóðin er að takast á við stóru vandamálin.
Kristbjörn Árnason, 22.7.2016 kl. 21:09
Vissulega góðar fréttir og sýna, eins og þú réttilega bendir á Sigurður, hverju hægt er að áorka með góðu samtali, í stað hatrammrar umræðu og stóryrtra yfirlýsinga og fjúkyrða, á báða bóga. Góður endir á máli sem virtist vera að fara úr böndunum og öllum til sóma, sem að komu. Gleðilega Þjóðhátíð í Eyjum!.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.7.2016 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.