Slysið varð skammt frá Grænahrygg

GilMjög ólíklegt er að myndskeið Gísla Gíslasonar, þyrluflugmanns, sé af frönsku ferðamönnunum. Í fyrsta lagi sést greinilega að mennirnir eru í Jökulgili, ekki langt frá Hattveri.

Mennirnir á myndinni hafa haft viðkomu á Grænahrygg, sem er austar og nær Sveinsgili, og farið síðan yfir hálsinn og ofan í Jökulgil, rennt sér niður skaflinn að hluta og eru komnir út á aura Jökulgilskvíslar. Ótrúlegt er að þeir hafi farið aftur upp og ofan í Sveinsgil.

Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla varð slysið í austurhlíðum Sveinsgils. Hins vegar finnst mér dálítið erfitt að finna slysstaðinn. Finnst eins og hann sé frekar í svokölluðum Þrengslum í Jökulgili, raunar ekki langt frá þeim stað þar sem þyrluflugmaðurinn myndaði tvo göngumenn. Þessa ályktun dreg ég af meðfylgjandi ljósmynd sem birtist á mbl.is í dag. Sveinsgil held ég að sé grynnra og ekki eins mikill bratti í hlíðum.

Gil2Mér finnst mér fjölmiðlar hafi ekki flutt nægilega nákvæmar frétti af staðnum. Mjög brýnt er að fá góða loftmynd af svæðinu og nákvæma staðsetningu. Benda má á að fjöldi göngumanna fer um þetta væði, skoðar Grænahrygg og Hattver.

Viðbót.

Samkvæmt mynd sem birtist á vef ruv.is og er hér birt, er ljóst að efri myndin er ekki tekin á slysstað heldur í Þrengslum í Jökulgili. Ég get mér þess til að björgunarsveitarmenn hafi gengið þarna upp hálsinn og yfir að slysstaðnum. Líklega er þetta stysta gönguleiðin þangað. Neðri myndin er líklega tekin á hálsinum þar fyrir ofan og sér inn að slysstaðnum sem er fyrir miðri mynd.

Slysið hefur því líklega orðið skammt frá Grænahrygg. Þangað er gjörsamlega ófært í bílum.


mbl.is Telur sig hafa séð göngumennina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband