Hver er þessi Ófeigsfjarðarheiði?

ófeigsHvar í ósköpunum er þessi Ófeigsfjarðarheiði? spyr margur lesandinn sig. Spurningin er skiljanleg enda halda margir blaða- og fréttamenn að verkefni þeirra felist í að moka fréttatilkynningum út án þess að vinna þær neitt frekar, gera efni þeirra betri skil.

Oft má sjá að fréttatilkynningar Landsbjargar eru illa fram settar, ekki hægt að átta sig á því hvar og hvernig hjálp var veitt. Þetta á líka við Landhelgisgæsluna. Jafnvel blaðamaðurinn veit ef til vill ekki nema óljóst hvar þessi Ófeigsfjarðarheiði er.

Hlutverk fjölmiðla er ekki aðeins að upplýsa heldur öðrum þræði að kenna. Þess vegna er afar mikilvægt að blaðamenn birti þegar það á við kort með fréttum. Ófeigsfjarðarheiði getur í hugum margra verið svo ósköp víða og Ísland er stórt.

Fyrir mörgum árum var á Morgunblaðinu starfandi landfræðingur sem teiknaði kort er fylgdu oft fréttum blaðsins. Það var til fyrirmyndar.

Í dag getur allir blaðamenn birt kort með frétt - svo fremi sem einhver metnaður búi í brjósti þeirra. Og fyrst að ég, aumur bloggari, get búið til kort á fimm mínútum hljóta atvinnumenn að geta gert það sama.

Ekki þarf annað en að semja við Landmælingar Íslands eða Samsýn um notkun á kortagrunni og teikna svo ofan í hann. Þegar ég skipulegg til dæmis ferðir um landið bý ég til kort af ökuleiðum og gönguleiðum og sendi ferðafélögum mínum. Og allir eru hamingjusamir yfir því að fá að sjá og skilja hvert leiðin liggur.

Hamingjan hjá lesendum mbl.is er hins vegar ekki söm eða eigum við að orða það þannig að þjónusta mbl.is gæti verið betri. Vefur og blaðaútgáfa er auðvitað ekkert annað en þjónustustarfsemi.

Ofangreint kort er frá Landmælingum Íslands og hægt er að teikna að vild ofan í það og birta í mismunandi kortagrunnum. Alveg til fyrirmyndar hjá Landmælingum en ábyggilega lítið notað.


mbl.is Göngumanni bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Gott hjá þér Sigurður, og fræðandi. - Þetta breytir ásýnd fréttarinnar að hafa kort, og ég hef séð, að með nánast öllum "svona" fréttum t.d. í Noregi, þá eru þeir undantekningarlaust með kort, eða rauðan punkt á stækkanlegu korti og breytir þetta öllu fyrir mann þegar fréttir eru lesnar. - Ég er mikill áhugamaður um landafræði og landsvæði, og það hvaðanæva úr heiminum. - Gott hjá þér að benda á þetta því oft er maður að velta fyrir sér hvar þetta og hitt sé o.s.frv. þegar flett er fréttum.

Már Elíson, 9.7.2016 kl. 20:26

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta, Már. Hefa sama áhuga. Ég er eiginlega þess fullvissa að við erum fleiri um þessa skoðun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.7.2016 kl. 21:05

3 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Sigurður og takk fyrir ábendinguna.

Svo vill til að nú er hægt að tengja kort frá Loftmyndum við fréttir á mbl.is á sjálfvirkan hátt en blaðamanni hefur væntanlega yfisést það í þessu tilviki. Ég bætti kortinu við, en ef smellt er á það er hægt að þysja inn og út og gera ýmsar kúnstir.

Árni Matthíasson , 10.7.2016 kl. 16:34

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mín er ánægjan þó pistillinn sé doldið önugur.

Þetta er nú orðin allt önnur og skilmerkilegri frétt með korti. Kollegar þínir þurfa að nota þennan möguleika betur. Flott kort frá Loftmyndum, hægt að skoða myndkort líka. Geri ráð fyrir að einnig sé hægt sé að merkja stað á kortinu sé vitað um hann. Hins vegar hef ég það stundum á tilfinningunni að hvorki Landsbjörg né Landhelgisgæslan vilji greina frá nákvæmum staðsetningum. Sé svo er það óskiljanlegt. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.7.2016 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband