Fordómafullur og umtalsillur Frosti Logason
30.6.2016 | 17:44
Það hefur komið í ljós að illa upplýst gamalmenni létu gabba sig í aðdraganda kosninganna. Sótsvartur almúginn beit á agnið þegar útgönguhreyfingin slengdi fram loforðum um 350 milljón punda aukningu í breska heilbrigðiskerfið. Hann kokgleypti bullið um að Bretland yrði undanskilið fólksflutningaáhrifum hnattvæðingarinnar. Almúginn lét óheiðarlegan hræðsluáróður steypa sér aftur í öld heimskunnar.
Þetta segir Frosti Logason í stuttri grein á baksíðu Fréttablaðsins. Í greininni örlar heldur betur á óánægju vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og vanstilling er mikil.
Frosti þessi heldur því fram að fólk geti ekki myndað sér skoðun. Þeir sem ekki eru sammála honum hefur verið gabbað ... það bítur á agnið ... kokgleypir bull ... lætur óheiðarlegan hræðsluáróður ráða ... Hugsið ykkur ef menn með svona skoðun störfuðu á fjölmiðlum ... Ubbs! Er hann kannski blaðamaður?
Sem kunnugt er fellur rigningin jafnt á réttláta og rangláta. Sama er með lýðræðið, það gerir engan mun á aldri fólks, engu skiptir hvernig fólk tekur ákvörðun um að kjósa eða hversu vitleysislega það eyðir atkvæði sínu, sumir kjósa bara alls ekki. Sannast sagna eru allar skoðanir jafn réttháar í kosningum, það veit Frosti Logason ekki en hann skrifar alveg rasandi:
Af hverju kusu Bretar að fleygja sér fram af hengibrún óvissunnar, kasta frá sér fjórfrelsinu og innri markaðnum þrátt fyrir að öll eðlileg hugsun mælti gegn því?
Meirihluti Breta tók meðvitaða ákvörðun rétt eins og flestir gera í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aldur skiptir þar engu máli jafnvel þó Frosti þykist hafa í grunnhyggni sinni lesið einhverja greiningu á því hvernig úrslitin skiptast á milli aldurshópa. Það er þó einföld staðreynd að færri eru í aldurshópum eftir því sem þeir verða eldri. Einhverjir aðrir en gamalmenni hljóta því að hafa kosið með Brexit. Frosti Logason áttar sig ekki á þessari staðreynd. Má vera að einhver honum eldri hljóti að hafa klikkað á uppeldi mannsins, kannski illa upplýst gamalmenni.
Með hliðsjón að rökum Frosta verður hann að teljast frekar fordómafullur maður og umtalsillur.
Í lokin býr hann til tengingu við Ísland og sú er ekki vel heppnuð:
Hugsið ykkur ef unga fólkið hefði setið heima á sófanum á meðan allir hlustendur Útvarps Sögu hefðu þegið skutl frá kosningaskrifstofunni á Grensásvegi. Þá hefðum við hugsanlega getað vaknað upp við hausverk lífs okkar. Sá skellur hefði bæði verið varanlegur og verulegur.
Já, lýðræðið er bara fyrir suma. Endurtökum bara þjóðaratkvæðagreiðslur þangað til rétt niðurstað fæst eins og andstæðingar Brexit hafa látið hafa eftir sér. Og hvað hefði nú gerst ef illa upplýst gamalmenni hefðu ekki mætt á kjörstað? Hefði friður komst á Bessastaði?
Og fyrst við gerum að þessu á annað borð samþykkjum bara að endurtaka leik Englendinga og Íslendinga í fótbolta. Það er ekki á það bætandi að í svona rétt á eftir Brexit skuli Englendingar vakna upp við annan varanlegan og verulegan skell ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, uppeldið á Frosta Logasyni hefur heldur betur farið í vaskinn, eins og hjónabandið hjá heita og kalda krananum...
Jóhann Elíasson, 30.6.2016 kl. 21:54
Var Sturla með kosningaskrifstofu á Grensásveginum? Man ekki betur en að hann hafi komið best út úr skoðanakönnunum á Sögu (allavega sá ég einhverntíma fyrirsögn einhversstaðar í þá veru). Veit ekki hvort það hefði verið hausverkur, en blaðamenn hefðu nóg að gera að fylgjast með slagnum milli þings og forseta.
Það er reyndar svo með Breta að það er ekki svo langt síðan að þeir gengu í Evrópubandalagið að mjög margir þerra eldri muna eftir því. Það er því ekkert skrýtið að þarna sé munur á afstöðu.
ls (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.