Skjálftar hafa færst í norðvestuhlíðar öskju Bárðarbungu

Skjalftar2Frá sjónarhóli leikmanns virðast skjálftar í Bárðarbungu hafa breyst nokkuð. Í stað þess að vera í öskjunni sjálfri eða dreifst um rimarnar hafa þeir færst norðvestur og eru nú í hlíðum hennar, ofan við Vonarskarð.

Þetta má vel sjá af skjálftum síðustu viku á efra kotinu. Skjálftarnir hnappa sér allir saman þarna norðvestan við barm öskunnar sem er undir Bárðarbungu.

Bárðarbunga sendi fyrir tveimur árum glóandi kvikugang norðaustur og eldgos kom upp í Holuhrauni. Eftir að því lauk mátti á jarðskjálftamælum sjá að samskonar berggang í norðvestur, nærri því í Tungnafellsjökul.

SkjálftarAfleiðingarnar voru talsverður órói þar og margir héldu að gos yrði uppi í Vonarskarði. Allt það virðist nú hafa gengið til baka. Engu að síður hefur jarðskjálftavirknin færst norðvestur í hlíðar öskunnar eins og sjá má á skjálftum síðasta sólarhrings á neðra kortinu.

Jarðvísindamenn fylgjast vel með þróun mála í Bárðarbungu en hafa lítið látið eftir sér annað en að þar lyftist nú land eins og það gerði fyrir gosið í Holuhrauni.

Svo er það allt annað mál hvort skjálftarnir séu fyrirboði eldgoss. Engu að síður væri forvitnilegt að heyra hvað jarðvísindamenn kunna að segja um þessa þróun mála ... ef á annað borð er um að ræða „þróun mála“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband