Lýsendur EM leikja tala margir mikið en segja lítið

Ég þekki fá nöfn á lýsurum á fótboltaleikjum í sjónvarpi. Nú er Evrópumóti að fara af stað og allir spenntir. Þegar hafa sést góðir leikir eins og leikur Englendinga og Rússa, sem var góður af beggja hálfu. Englendingar komu þó á óvart, voru miklu betri en ég bjóst við og hefðu átt að vinna. Leikur Frakka og Rúmena var líka vel leikinn af beggja hálfu.

Þegar þetta er ritað er hálfleikur hjá Tyrkjum og Króötum. Leikurinn er ekki svo ýkja vel spilaður, meiri kraftur en leikni. Maður hefur það á tilfinningunni að leikmenn séu afar óánægðir þegar þeir andstæðingurinn kemst framhjá og því eru bolabrögðin notuð.

Sé fyrir mér Tyrkjann renna sér í tæklingu og þegar Króatinn liggur nær óvígur eftir dregur sá fyrrnefndi upp byssu og skýtur hinn, svona til öryggis. Og dómarinn er vís með að refsa þeim skotna með gulu spjaldi, það er fyrir leikaraskap.

Nei, þetta er hörkuleikur tveggja þjóða sem halda enn í heiðri hefndarskylduna. Sem betur fer eru þó ákveðnar reglur í fótboltanum og dómararnir án efa vanda sínum vaxnir.

Svo komið sé nú aftur að þeim sem lýsa leikjum. Sumir þeirra tala mikið en segja lítið og þeir eru margir hverjir alltof háværir. Hér eru dæmi.

Einhver sparar boltanum fyrir markið. Þá segir lýsandinn: Og hann sparkar fyrir markið.

Boltinn hrekkur útaf: Boltinn er farinn út af og það er innkast.

Boltanum er þrusað að marki: Stórglæsilegt skot, öskrar lýsandinn. Svo þegar endursýningin leiðir í ljós að boltinn var fjarri marki þegir hann loksins.

Varnarmaður sparkar boltanum út af: Hornspyrna sem hinir eiga.

Sko, það er allt í lagi fyrir lýsendur að þegja. Þeir eiga ekki að segja frá því sem allir sjá. Síðast en ekki síst eiga þeir að halda stillingu sinni.

Lýsendur geta margt lært af þeim ágæta yfirlýsanda Guðmundi Benediktssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundi Benedikts fer þetta afar vel úr hendi. Ég kann ágætlega við að þeir séu eilítið spenntir sjálfir fyrir leiknum sem þeir lýsa,þótt þeir far ekki að apa eftir spænskumælandi kollegum sínum,eins og gooooooooooooooooal,oft í 1 mín,jafnvel aðeins yfir.Þetta heyrist þó mest í þeim frá Suður-Ameríku löndunum.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2016 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband