Halla Tómasdóttir verđur sér til skammar

Sigurđur Arnarson, kennari og frćđimađur, heldur ásamt fleirum úti afar málefnalegri og fróđlegri fésbókarsíđu sem nefnist „Vinir lúpínunnar“. Hann sendi forsetaframbjóđendum eftirfarandi bréf međ ósk um svör:

Uppblástur, jarđvegsrof og hnignun gróđurs er stćrsta umhverfisvandamál sem Íslendingar hafa stađiđ frammi fyrir allar götur frá landnámi. Beit viđgengst enn á íslenskum auđnum og rofsvćđum sem enga beit ţola ađ mati okkar helstu sérfrćđinga.

Ţví langar okkur ađ bera upp eftirfarandi spurningar:

1. Hvađ munt ţú gera, sem forseti, til ađ snúa ţessari ţróun viđ?
2. Munt ţú, sem forseti, beita ţér fyrir vörsluskyldu búfjár?
3. Hvert er álit ţitt á lúpínu sem landgrćđsluplöntu?

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóđandi, svarađi á eftirfarandi hátt (uppsetning svarsins og feitletrun er á ábyrgđ ritstjóra):

Sćll Sigurđur og takk fyrir spurninguna.

  1. Viđ eigum einstaka náttúru á Íslandi og ég tel mikilvćgt ađ viđ stöndum vörđ um náttúruna. Okkur ber skylda til ađ gćta ţess ađ komandi kynslóđir fái tćkifćri til ađ njóta ţeirra auđćva sem náttúran hefur ađ geyma. Ég mun beita mér fyrir ţví ađ svo verđi og ég mun tala fyrir ţví ađ viđ stöndum vörđ um náttúruna og beitum nauđsynlegum úrrćđum til ađ koma í veg fyrir ađ komandi kynslóđir geti notiđ náttúrunnar.
  2. Í lögum nr. 38/2013 um búfjárhald segir ađ sveitastjórnir taki ákvörđun um vörsluskyldu búfjárs. Sveitastjórnir eru líklega betur til ţess fallnar en forsetinn til ađ meta ţörfina á vörsluskyldu búfjár á einstaka landsvćđum. Ég tel hins vegar ađ forseti eigi ađ beita sér fyrir ţví ađ komiđ sé í veg fyrir ađ teknar séu ákvarđanir sem leiđa til ţess ađ náttúran hljóti óafturkrćfan skađa af.
  3. Ţađ eru skiptar skođanir hvađ ţetta mál varđar og ég er ţeirrar skođunar ađ stíga ţurfi varlega til jarđar varđandi mál sem varđa náttúru Íslands. Velta ţarf upp kostum og göllum og taka ákvörđun út frá ţví hvađ er best ađ gera til langs tíma. Engin undantekning er ţar á varđandi notkun Lúpínu sem landgrćđsluplöntu.

Kv. Halla 

BelgjurtabókinŢetta er furđulegt ritsmíđ, greinilega samin á hlaupum, óyfirlesin međ málvillum og stafsetningavillum.

rMá vera ađ konan hafi metiđ ađ fyrirspyrjandi sé einhver kverúlant eđa kjáni. Ţví fer fjarri. Mađurinn er auk ţess ađ vera kennari góđur frćđimađur á sínu sviđi og gefiđ út ritiđ Belgjurtabókina.

Svona gerir ekki forsetaframbjóđandi. Hún hefur orđiđ sér til skammar fyrir svariđ og hér hefur ţó ekki veriđ rćtt um ţađ efnislega. Á ţann veginn er ađeins eitt hćgt ađ segja, ţađ er innantómt og segir ekki nokkurn skapađan hlut nema hve frambjóđandinn er illa ađ sér.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Orđinu "ekki" er ábótavant í ţessu svari Höllu. Ekki stórt orđ, ţannig lagađ séđ, en svariđ skelfilegt, sökum ţess ađ ţađ vantar. Ótrúlegt klúđur. Dulítiđ í anda nútíma "blađamennsku" á Íslndi í dag, ţví miđur.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 8.6.2016 kl. 23:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég styđ Andra Snć Magnason í forsetaframbođi hans en verđ ţó ađ bera í bćtifláka fyrir Höllu.

Ég kynntist ţví 2007 hvađ frambođ á landsvísu hefur í för međ sér, međal annars ţeim aragrúa af ágengum spurningum, sem sópast inn til frambođsins úr öllum áttum, - reyndar svo víđa ađ, ađ á tímabili. var mađur farinn ađ halda ađ von yrđi á ágengum spurningum frá öđru hverju húsfélagi á landinu.

Einu orđi er ofaukiđ í lok fyrsta svarsins hjá Höllu,- ţađ er auđséđ, međ ţví ađ lesa setninguna í samhengi viđ ţađ, sem framar stendur.

Ţađ er rétt hjá ţér, Sigurđur, ađ svörin eru skrifuđ í flýti, slíkur er fjöldinn af fyrirspurnum, sem landsframbođi berst.

Ţađ er ekki hćgt ađ krefjast ţess ađ allir frambjóđendurnir hafi ákveđiđ svar á reiđum höndum varđandi lúpínuna úr ţví ađ helstu kunnáttumenn á ţví sviđi greinir á um margt varđandi notkun hennar.

Hvađ snertir vörslu búfjár, lýsir svar Höllu ţví, ađ hún veit ekki mikiđ um ţau mál. Sú illa međferđ margra íslenskra afrétta og reynsla mín af ţví ađ hafa kynnt mér ţau mál sérstaklega um allt land í áratugi, sýnir, ađ ţví miđur er hvorki bćndum né ţeim Alţingismönnum, sem hafa veriđ valdir í sjö Alţingiskosningum treystandi í ţeim efnum.

Afneitunin í ţessum efnum er búin ađ vera ţjóđarskömm í áratugi en ekki einungis til skammar fyrir ţá frambjóđendur, sem hafa ekki sökkt sér ofan í ţau mál og hafa ađeins yfirborđskennda sýn á málefni, sem er sífellt deiluefni.

Ómar Ragnarsson, 9.6.2016 kl. 07:10

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Halldór og Ómar.

Hildur Ţórđardóttir, forsetaframbjóđandi, hefur skilađ inn svörum sem ekki teljast merkileg. Fleiri frambjóđendur eiga eftir ađ svara. Held ađ Halla viti minna um fé á fćti en hitt.

Mér rennur í grun ađ skili Andri Snćr inn svari verđur ţađ mun málefnalegra en ţau hjá Hildi og Höllu. Og skrifađ af meiri ţekkingu um spurningarnar.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 9.6.2016 kl. 07:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband