Furðulega vanhæf útgáfa fjölmiðla

Einkenni DV, dv.is, pressan.is og eyjan.is er óskipuleg og metnaðarlaus ritstjórnarstefna. Þetta lýsir sér í illa skrifuðum „fréttum“, þýðingum á ómerkilegu efni úr erlendum fjölmiðlum og endursögnum úr innlendum fjölmiðlum. Verst er þó hve kunnátta blaðamanna í íslensku máli er ábótavant.

Skringilegast er að efni ofangreindra miðla miðast eingöngu við að fylla upp í pláss á milli auglýsinga.

Svona útgáfa getur ekki enst til lengdar. Úrbóta er þörf en þær spretta varla út úr höfðum óreyndra manna sem hafa hvorki menntun né reynslu á þessu sviði, jafnvel þó þeir telji sig „blaðamenn“.


mbl.is Kolbrún og Hörður ritstjórar DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Sigurður

Ég velti fyrir mér, hver ætli tilgangurinn með flóknu eignarhaldi sé, eins og fram kemur í viðtengdri frétt? Af hverju þurfa menn sí og æ að vera að flækja hlutina? Eru menn að reyna að fela eitthvað eða finnst þeim lífið og tilveran ekki nógu flókið fyrir?

Þetta var bara svona smá hugdetta í kollinum á mér sem ég varð að kasta fram hér hjá þér laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.6.2016 kl. 12:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Tómas, bestu þakkir fyrir innlitið. Ég ætlaði nú að nefna eignarhaldið sem mér finnst, rétt eins og þér, afar furðulegt en ákvað að einskorða mig við annað.

Hugsanlega er þetta eitthvurt skattalegt hagræði í þessu fólgið. Arður gengur þá frá fyrirtæki til fyrirtækis, jafnar út tap eða lendir í snyrtilega í vasa einhvers að lokum (í algjörri kyrrþey).

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2016 kl. 13:17

3 Smámynd: Elle_

Já það er alveg óþolandi illa skrifað oft í netmiðla fréttamiðla.  Vitlaust skrifuð íslenska og líka oft í mbl.is, þar sem fer mikinn blaðamaður sem setur oftast 1 n í karlmannsgreininn, skömm fyrir vandað blað eins og Morgunblaðið. 

Elle_, 3.6.2016 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband