Á ađ taka á móti 3-5 milljónum ferđamanna?

DSC_4694Međ rökum má draga í efa ađ hugmyndir forstjóra Icelandair Group um ađ Ísland geti tekiđ viđ ţremur til fimm milljónum ferđamanna á ári séu raunhćfar. Til ađ svo megi verđa ţarf ađ efla alla innviđi ferđaţjónustunnar og raunar samfélagsins alls. Ţar međ er komiđ ađ ţeirri pólitísku spurningu hvort ţjóđin sé tilbúin til ţess.

Komugjald á ferđamenn sem leggja leiđ sína hingađ til lands eru ekki ađeins tekjuöflun, eđli gjaldsins er ađ hluta til ţess ađ draga úr fjöldanum. Í sjálfu sér vćri ekkert óeđlilegt viđ ađ stjórnvöld leggđu slíkt gjald.

Allt ađ 30% árleg aukning ferđamanna sem nú eru nálćgt einni og hálfri milljón inn í land ţar sem íbúarnir eru ađeins um 330.000 manns er á besta falli vafasöm.

Neikvćđar afleiđingar

Dćmi um neikvćđar afleiđingar ferđamannastraumsins er innflutningur á vinnuafli til ađ sinna ţeim störfum sem lítil eftirspurn er eftir hjá innfćddum. Hér er auđvitađ átt viđ störf viđ ţrif sem jafnan eru lćgst launuđ en engu ađ síđur svo afar mikilvćg ađ telja má ţau til grundvallaratriđa í fjölmörgum greinum ferđaţjónustu. Til viđbótar er hinar illu afleiđingar ţessa skorts; mansal, ţrćldómur og illur ađbúnađur.

Ţjóđvegir

Ţrjár til fimm milljónir ferđamanna ţýđa mikiđ álag í samgöngumálum. Hringvegurinn er mjór, ein akrein í hvora átt, engin skil á milli, einbreiđar brýr, vetrarumferđ er vandamál, malarvegir utan hringvegarins eru stórhćttulegir óvönum, merkingar vega miđast eingöngu viđ innfćdd, hálendiđ er stórhćttulegt óvönum og svo framvegis.

Nánast hvergi í náttúru landsins eru ađstćđur til ađ taka á móti ferđamönnum. 

DSC00066Skemmdir

Eftir ţví sem ferđamönnum hefur fjölgađ hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiđir látiđ stórlega á sjá.  Eftir ţví sem ferđamönnum hefur fjölgađ hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiđir látiđ stórlega á sjá. Ţeim mun fleiri sem nýta sér merktar gönguleiđir ţeim mun meira slitna ţćr, eđli máls samkvćmt. Ţćr grafast niđur og í rigningartíđ sćkir vatn í ţćr sem grefur ţćr enn meira niđur og verđa göngumönnum nćr ófćrar. Ţeir fćra sig ţá til og annargöngustígur myndast viđ hliđ ţess gamla og sagan endurtekur sig.

Átrođningur

Nú er svo komiđ ađ alvarlegar skemmdir hafa orđiđ á ýmsum náttúruperlum víđa um land vegna ágangs ferđamanna og viđhaldsleysi ágöngustígum. Nefna má fjölmarga stađi utan ţjóđgarđa: Gönguleiđir í Gođalandi og Ţórsmörk, gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls, göngustígana upp á Ţverfellshorni í Esju, göngustíginn á Vífilsfell, gönguleiđir í Lakagígum, nokkrir gönguleggir á Hornströndum, gönguleiđir í kringum Landmannalaugar, gönguleiđir viđ Veiđivötn og leggir á hinni vinsćlu gönguleiđ milli Landmannalauga og Ţórsmerkur liggja undirstórskemmdum. Fleiri svćđi mćtti nefna.

DSC_0035bEkki meir?

Af ţessu og öđrum ástćđum sem hér hefur ekki veriđ nefndar má ljóst vera ađ hvorki landiđ né ţjóđin getur tekiđ viđ öllu fleiri ferđamönnum án ţess ađ hugađ sé ađ innviđunum. Vissulega er til duglegt fólk sem byggir hótel, veitingastađi, afţreyingarfyrirtćki og sinnir leiđsögn og kynningu.

Ţetta dugar hins vegar ekki til, okkur vantar fólk, viđ ţurfum ađ byggja upp varnir á viđkvćmum stöđum í náttúru landsins, skipuleggja ţarf starfiđ og svo framvegis.

Framar öllu ţarf ađ taka pólitíska ákvörđun um framhaldiđ. Ţađ er ekki eins og allir séu sammála forstjóra Icelandair Group, jafnvel ţó allt sem hér hefur veriđ nefnt vćri komiđ í gott horf.


mbl.is Komugjöld munu fćla fólk frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sćll Sigurđur, mín skođun er sú, ađ ţúsund kall á ferđamann, hefđi engin áhrif á vilja hans til ađ ferđast til Íslands. En 3-5 miljónir ferđamanna á ári, mér svelgdist á, eithvađ svo fjarri öllum raunveruleika, hvar sem til er tekiđ.

Jónas Ómar Snorrason, 26.5.2016 kl. 11:41

2 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Ţetta er algert bull í manninum. Á sama tíma og fjölgunin er svo mikil ađ ekki hefst undan ađ byggja upp innviđi og ađstöđu vćri bara gott ef einhverjir hćttu viđ ađ koma. Sem ég hef samt enga trú á.Ţađ gerir ekki útslag á kostnađ viđ Íslandsferđ ţó menn ţurfi ađ bćta viđ c.a. 10 evrum.

Ţórir Kjartansson, 26.5.2016 kl. 13:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband