Þrír skjálftar yfir þrjú stig í Bárðarbungu
20.5.2016 | 11:06
Fimm stórir skjálftar urðu í morgun í Bárðarbungu rétt eftir klukkan sjö. Mbl.is kann ekki eða nennir ekki að segja skilmerkilega frá. Þetta er engu að síður merkileg frétt. Staðreyndir eru þessar:
- kl. 7:11 3,3 stig, 2,3 km dýpi
- kl. 7:11, fimm sek síðar, 4,4 stig, 6,1 km dýpi
- kl. 7:18 3,3 stig, 8,9 km dýpi
- kl. 7:20, 2,8 stig, 9,3 km dýpi
- kl. 7:21, 2,3 stig, 7,2 km dýpi
Á kortinu, sem fengið er af skjálftavefsjá Veðurstofunnar, sést hvar upptökin eru. Sjá má að þeir dreifast nokkuð um norðurbrún öskjunnar sem er undir jöklinum.
Jarðvísindamenn hafa ekki enn tjáð sig um þessa skjálfta. Hins vegar hefur komið fram í fréttum að skjálftar eftir gos í Holuhrauni kunna að tengjast kvikuhreyfingum undir fjallinu og dýpt skjálftanna bendir til þess að um sé að ræða iðrahreyfingar. Þær ná þó upp á yfirborðið. Ekki fann ég upplýsingar um hæð jökulsins í öskjunni, hvort yfirborðið sé að hækka.
Óróamælingar í tengslum við skjálfta eru áberandi í kringum Bárðarbungu, í Vonarskarði, Dyngjuhálsi og Grímsfjalli. Eftir því sem fjær dregur Bárðarbungu minnkar óróinn skart og bendir það til þess að ekkert sé í aðsigi.
Þetta eru nú helstu upplýsingar sem leikmaður getur aflað sér um skjálftana í Bárðarbungu. Hvernig á nú að ráða í þær verða jarðvísindamenn að segja til um.
Draumspakur maður tjáð mér að ekkert gos sé yfirvofandi í Bárðarbungu fyrr en 22. febrúar 2019 klukkan 13:21. Draumar hans eru sagðir traustir fyrirboðar og hafi aldrei brugðist.
Ekki er mark að draumum, sagði Þorsteinn Egilsson, Skallagrímssonar, Kveldúlfssonar aðspurður eftir mikið brölt hans í svefni (í Gunnlaugssögu Ormstungu). Tekið er undir með honum.
4,4 stiga skjálfti í Bárðarbunguöskju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessar athyglisverðu upplýsingar, Sigurður. Það er mín hyggja, að stutt sé í næsta gos og að það verði á svæðinu norðan Vatnajökuls. TH
Tryggvi Helgason, 20.5.2016 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.