Hvað ef Lúðvík væri Sjálfstæðismaður?
12.5.2016 | 16:16
Lúðvík Geirsson, fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og stórkrati, er ábyggilega besti maðurinn í starf hafnarstjóra í bænum. Setjum þetta samt í annað samhengi.
Látum okkur detta í hug að Lúðvík væri framsóknarmaður og enn væri hann besti kosturinn í starfið. Hvað hefðu undirmálsfjölmiðlarnir sagt? Við hverja hefði fréttastofa Ríkisútvarpsins tekið viðtal? Líklega Björn Val Gíslason, varaformann VG sem sér spillingu alls staðar en í eigin ranni. Eða Svandísi Svavarsdóttur, þingflokksformann VG, sem seldi skoðanir sínar í ESB fyrir ráðherrasæti.
Hefði Lúðvíkingurinn verið Sjálfstæðismaður væri allt gjörsamlega vitlaust. Illugi væri á byrjaður á sólói sínu á trommunum fyrir framan Alþingi, Hörður Torfason hefði vaknað af dvala sínum og mótmælti og svo framvegis.
Eflaust kunna einhverjir að tauta fyrir munni sér að spillingarflokkarnir sjái um sína.
Má vera, en sumu fólki er hreinlega ekki viðbjargandi og flest þess lifir í óþrifunum í athugasemdadálkum undirmálsfjölmiðla.
Lúðvík ráðinn hafnarstjóri í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.