Óvitar á vélhjólum valda náttúruskemmdum

DSC_4421 - Version 2Í góðu samfélagi er reglan sú að einstaklingar taka ekki lögregluvaldið í sínar hendur, ekki frekar en dómsvaldið. Þegar einhver brýtur lög á að kæra viðkomandi. Þetta er svo einfalt, rétt eins og umferðareglurnar.

Að þessu sögðu er ástæða til að gagnrýna suma vélhjólamenn mjög harðlega. Þeir fara ekki að lögum, aka um náttúru landsins, búa til slóða, spóla upp um kletta, hóla, hæðir og fjöll á kraftmiklum hjólum og valda varanlegum skemmdum á landi.

Hef séð þetta í Bláfjöllum, við Vífilsfell og Hengilinn. Þetta eru íslenskir óvitar sem valda náttúruskemmdum. Varla hægt að kenna fullorðnu fólki um svona hegðun.

IMG_1286Fyrir mánuði sá ég tvo mótorista þeysa á vélfákum sínum upp langleiðina upp á Vífilsfell. Hjólin voru gríðarlega kraftmikil, dekkin voru alsett tommulöngum nöglum og þeir rótsplóluðu niður úr harðfenninu og upp á fjallið, þveróku fallshlíðar eins þeim væri borgað fyrir það. Sem betur fer var snjór yfir. Þeir hefðu hæglega getað tætt móbergið og valdið varanlegum skemmdum.

Varanlegar skemmdir sjást undir Henglinum vestanverðum þar sem vélhjólamenn iðka þá skemmtun að „klifra“ upp bratta kletta á nagladekkjum. Oft þarf ekki nagladekk til, spólið markar í ýmsar bergtegundir.

Auðvitað skilur maður unga stráka sem nenna ekki lengur að aka hring eftir hring á einhverju æfingasvæði. Þeir vilja fara upp á fjöllin, reyna sig við brattan. Það er skemmtilegast.

Einn og einn læðir sér úr æfingasvæðinu við Bolöldu við Vífilsfell. Ekur vestur undir Bláfjöllum og hælir sér af DSCN0667 copyafrekinu. Fleiri reyna sig við sömu leið. Kindagatan er orðið vélhjólagata, víða ekki bara einföld heldur „skreytt“ með „utangötuakstri“, spóliríi sem setur svip á landið. Smám saman komast vélhjólamenn hringinn í kringum Bláfjöllin og þeir eru bestir sem þora að fara þessa leið. Þannig spana strákarnir hverja aðra.

Svona Endurohjól eru eru yfirleitt númerslaus. Þeim er ekið frá Reykjavík eftir hestagötum allt upp í Bolöldu, ekki hægt og varlega heldur er allt gefið í botn. Og nú er svo komið að vélhjólamenn aka í flokkum út fyrir æfingasvæðið eins og þeir eigi landið og rífa stólpakjaft við þá sem gera athugasemdir. Eða senda þeim fingurinn sem taka myndir.

Þetta þarf að stoppa. Þetta verður að stoppa.

Myndirnar:DSC_4491 - Version 2

Efsta myndin er af vélhjólamanni í Vífilsfelli 9. apríl síðast liðinn. Hann er lengst uppi í fjallinu, fyrir ofan Sléttu, á gönguleiðinni upp móbergshrygginn.

Næsta mynd er af vélhjólaslóðum vestan undir Bláfjöllum.

Þriðja myndin er af förum eftir vélhjól sem spólað var upp kletta vestan undir Hengli, nálægt Engidal.

Fjórða myndin er af öðru vélhjólinu sem ekið var upp á Vífilsfell. Eins og sjá má er þetta ekkert smáræðis tól. Takið eftir dekkjunum og nöglunum sem standa út úr því.

IMG_1274Síðasta myndin er vestan undir Vífilsfelli. Vífilsfellsöxl fyrir framan. Þarna er hæðótt landslag og ábyggilega ansi gaman að skemma landið ... eða þannig.

 


mbl.is „Sjúkt að gera svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Næstefsta myndin af fjórum samsíða slóðum gæti allt eins verið af hestaslóðum víða um land nema hestaslóðirnar eru oft fleiri en fjórar samsíða. Það er mjög mikið um svona hestaslóðir að Fjallabaki sem verða tættari eftir því sem á sumarið líður og enginn amast við því. Utanvegaakstur er auðvitað óþolandi rétt eins og hestatraðkið út um allar trissur.

corvus corax, 11.5.2016 kl. 06:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Friðjón. Þakka innlitið. Góð ábending, þekki svona álíka kindagötur. Myndina valdi ég bara af handahófi, á hundruð svipaðra af þessum slóðum. Bætti einni mynd í pistilinn, svona til fróðleiks.

Undarlegast finnst mér að enginn skiptir sér af þessum utanvegaakstri, ekkert er gert og vélhjólamönnum eykst við það kjarkur og áræði og halda áfram.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.5.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband