Ríkir sannur íþróttaandi í kosningum og stjórnmálum?

Alveg rosalegt að vera ekki valinn í landsliðshópinn sem fer á EM í næsta mánuði. Þjálfarar landsliðsins eru greinilega heimskingjar og rugludallar og þeir sem voru valir í minn stað eru drullulélegir fótboltamenn og munu ekki geta neitt, hvorki nú eða í framtíðinni.

NEI, svona tal er fyrir neðan virðingu sannra íþróttamanna enda enginn sem tekur þannig til orða. Í dag var kunngert hverjir verða í hópum sem fer til Frakklands fyrir Íslands hönd. Nokkrir frábærir fótboltamenn þurfa að sitja heima. Þeir eru vissulega svekktir en taka tíðindunum með karlmennsku og ... óska þeim sem voru valdir til hamingju.

Er miður mín að fá ekki að taka þátt í þessu æv­in­týri, en óska 23 frá­bær­um leik­mönn­um til ham­ingju með valið á EM. Ég er samt alltaf klár.

Þetta segir Gunnleifur Gunnleifsson, sá stórkostlegi markmaður og drengskaparmaður. Hann er fertugur þessu ári, með elstu mönnum í efstu deild. Dettur einhverjum í hug að yngri markmenn hafi ráðist á hann vegna aldurs eða getu? Gæti verið að einhver hafi sagt að kominn væri tími á kynslóðaskipti í landsliðinu. Nei, svo sannarlega ekki. Hins vegar urðu kynslóðaskipti en aldrei var aldur Gunnleifs notaður honum til lasts.

Ber höfuðið hátt er að spila fyrir gott lið í góðri deild, ef það er ekki nóg þá verður bara að hafa það. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í undankeppninni með þessu frábæra liði. Óska öllum strákunum alls hins besta í sumar. ÁFRAM ÍSLAND.

Þetta segir annar frábær fótboltamaður, Ólafur Skúlason. 

Er þetta ekki sannur íþróttaandi og til mikillar fyrirmyndar?

Lítum svo til forsetakosninganna og stjórnmála í landinu. Hlustið á suma frambjóðendur og marga pólitíkusa en ef til frekar á stuðningsmennina. Eru þeir allir til mikillar fyrirmyndar til orðs og æðis?

Er ekki kominn tími til að taka íþróttamenn eins og Gunnleif og Ólaf sér til fyrirmyndar og haga orðum sínum á þann hátt að til virðingar sé fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband