Katrín Jakobsdóttir skrökvar upp á forseta Íslands
8.5.2016 | 17:44
[...] af því að Panamaskjölin og þær upplýsingar sem þar koma fram, nú síðast um forseta lýðveldisins en áður um ráðherra hæstvirta í ríkisstjórninni og fleiri aðila, hafa auðvitað haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands úti í hinum stóra heimi en hafa líka grafið mjög undan trausti hér í samfélaginu [...]
Katrín Jakobsdóttir virðist vera nýgræðingur í stjórnmálum. Hún er fer ekki aðeins með hálfsannleik heldur skrökvar því upp á forseta Íslands að getið séð um hann í Panamaskjölunum.
Orð Katrínar eru engin gagnrýni, eins og hún sjálf segir enda hafa þeir starfhættir lengi tíðkast í Vinstri grænum að segja ekki rétt og skilmerkilega frá. Hálfsannleikurinn er flokksins ær og kýr. Trú þessari stefnu fer hún með staðlausa stafi.
Flestum er það hulin ráðgáta hvernig það á að snerta Ólaf Ragnar Grímsson að nafn tengdafjölskyldu hans séu í Panamaskjölunum. Sumum finnst nóg að ýja að því að ákveðnir einstaklingar séu í þessum skjölum til að þeir séu réttdræpir eða verðskuldi útlegð úr mannlegu samfélagi. Nú eiga tengdir og skyldleiki að hafa sömu áhrif.
Má bráðum búast við því að þeir sem hafi átt orðaskipti við þann sem er í Panamaskjölunum séu sekir um stórglæpi?
Tilgangur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er eingöngu sá að sverta nafn forsetans, hefnd fyrir afstöðu hans til Icesave og ESB. Orð hennar eru engin gagnrýni, hefnd er réttnefnið.
![]() |
Forseti rangtúlkar orð Katrínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar maður skoðar tilvitnaðan hluta ræðu KJ hér efst hjá þér Sigurður og síðan þá staðfestingu hennar að forsetinn rangtúlki orð hennar má öllum vera ljóst að hún annað hvort skilur ekki það sem hún segir eða reynir að afvegaleiða umræðuna. Mín tilgáta er sú að hin síðari fullyrðing mín eigi við rök að styðjast, eins og þú bendir réttilega á, ýjanir og hálfsannleikur eru einkenni margra vinstrimanna, notað í þeim tilgangi að koma höggstað á andstæðinga sína.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.5.2016 kl. 20:30
VG er sama tóbakið sem fyrr þó að frk. Snoppufríð sé Formaður, fólk gleymir ekki svikum Gunnarstaðamóra eftir þarsíðustu alþingiskosningar. Taktík þeirra er óbreytt tilgangurinn helagar meðalið.
Hrossabrestur, 8.5.2016 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.