Misnotkun viđtengingarháttar í fyrirsögn
2.5.2016 | 08:13
Er ekki kominn tími til ađ blađamenn Morgunblađsins lćri ađ nota viđtengingarhátt rétt? Donald Trump var, samkvćmt fréttinni, ekki ađ hvetja Kínverja til ađ nauđga Bandaríkjunum heldur fullyrđir ađ ţađ sé reyndin. Hér er vissulega alhćft um alla blađamenn Moggans en auđvitađ á ţetta ađeins viđ örfáa ţeirra.
Ţar af leiđandi á ekki ađ nota viđtengingarhátt í fyrirsögninni heldur framsöguhátt. Rétt vćri fyrirsögnin svona: Kínverjar nauđga Bandaríkjunum.
Misnotkun viđtengingaháttar er svo algeng ađ hún vekur furđu. Svo virđist ađ hún hafi smitast til allra fjölmiđla landsins. Gćti veriđ ađ hér sé um ađ rćđa yngri blađamenn og sökin sé fyrst og fremst menntun ţeirra sem hafi veiđ ónóg eđa menntunarleysi. Hvort tveggja er nóg til ađ vekja upp ágengar spurningar.
Svo er ţađ hin efnislega athugasemd viđ orđ Donalds Trumps. Ástćđa er til ađ hafa áhyggjur af ţví ađ ţessi mađur verđi forseti Bandaríkjanna. Hann er eins og margir ađrir í mannkynssögunni sem sćkja sér skýringar eftir hentugleikum, býr til blóraböggla.
Kínverjar nauđga Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá ţér, en ekki nógu rétt!
Ţetta kunnáttuleysi í notkun viđtengingarháttar er nefnilega faraldur, ekki ađeins á mbl.is, heldur öllum netnmiđlum, segi og skrifa: Öllum! Jafnvel á blöđunum líka. Ţetta virđist vera einhvers konar skyndifaraldur, sáust eitt og eitt dćmi stöku sinnum ţar til í vetur ađ allt sprakk út međ látum og er orđin meginregla.
Helst vil ég kenna um hirđuleysi viđ íslenskukennslu í grunnskólum og framhaldsskólum. Nú er ţađ ađ koma áţreifanlega fram ţegar nýjar kynslóđir koma til starfa og fá ađ leika lausum hala viđ lyklaborđiđ, ţ.e. enginn les yfir.
Ţórhallur Birgir Jósepsson, 2.5.2016 kl. 13:13
Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Ţórhallur. Er alveg sammála ţér. Misnotkun viđtengingarháttar er faraldur og nú orđin meginregla, eins og ţú segir.
Eiđur Svanberg Guđnason er sífellt ađ agnúast út í ţetta en enginn hlustar. Fréttabörnin fá ađ leika lausum hala á lyklaborđinu og enginn les yfir. Sorglegt.
Annars er ţađ stórfurđulegt hvernig hćgt er ađ ruglast á viđtengingarhćtti og framsöguhćtti. Ţetta er hugsanlega einhvers konar bođskiptavilla í taugabođum í heila ... Má vera ađ hćgt sé ađ lćkna ţetta međ lyfjagjöf.
Ég hef ţó ţá trú ađ ţó svo ađ hirđuleysi viđ íslenskukennslu sé um ađ kenna ţá geti enginn sagt vel frá nema hafa alist upp hjá góđum sögumönnum eđa tileinkađ sér bóklestur frá fyrstu tíđ. Hiđ seinna er mikilvćgast. Ţar af leiđir ađ of seint er ađ laga fréttabörnin nema ef til vill međ lyfjagjöf (ţetta er nú meiri vitleysan hjá manni).
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 2.5.2016 kl. 13:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.