Óheimilt að hindra ferð manna um fjörur

Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Ef mannvirki hindrar för um bakka skal sem kostur er séð fyrir göngustíg kringum mannvirkið og að bakkanum aftur. Þegar girða þarf yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa þar hlið á girðingu. Heimilt er að hafa göngustiga í stað hliðs þegar girt er yfir skipulagðan göngustíg.

Ef ekki verður barist gegn þessum yfirgangi landeigenda verður gjörbreyting á för gangandi fólks um landið. Ómar Antonsson, erfði landið að Horni, og nýtir það núna sem féþúfu. Hann hefur ekki lagt krónu í vegagerð á svæðinu né annað.

Eins og segir í ofangreindri tilvitnun í náttúruverndarlög er óheimilt að hindra för gangandi manna um fjörur. Það gerir Ómar alveg hiklaust og á þessu þarf að taka.


mbl.is Deilt um aðgang að Stokknesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Stjórnarskráin.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2016 kl. 19:17

2 identicon

Frekja og yfirgangur auk gríðarlegrar græðgi. Margir vilja græða á túristunum og helst kosta engu til líkt og í þessu tilviki.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband