Blaðamaður telur fjóra vinstri menn vera marktækt úrtak

Visir.is stundar síst af öllu hlutlausa blaðamennsku, oftar er ekki er hún frekar vinstrisinnuð. Í dag má sjá þessa fyrirsögn:

Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook.

Blaðamaðurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar „fréttina“ og fjallar um grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson í Morgunblaðinu í dag. Tilefni hennar er að tuttugu og fimm ár er síðan Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins.

Blaðamennska Stefáns er ekki merkileg. Hið eina sem hann gerir er að leita uppi á Facebook fjóra vinstri menn í þjóðfélaginu og birta álit þeirra á grein Hannesar.

Þetta eru Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjórar Landspítalans, Heiða B. Heiðars, bloggari, og Illugi Jökulsson, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur. 

Auðvitað er enginn þessara vinstri manna er hrifinn af grein Hannesar enda hafa þau hingað til hvorki talist til aðdáenda hans eða Davíðs Oddssonar. Engu að síður telur Stefán, blaðamaður, að úrtakið sé nóg til að komast að þeirri niðurstöðu að grein Hannesar fái „falleinkunn á Facebook“.

Þetta þykir nú ekki merkileg blaðamennska og ég er nokkuð viss um að geta fundið fjóra á Facebook sem eru sammála mér, rétt eins og Stefán fann fjóra sem eru sammála honum um greinina hans Hannesar.

Verra er þó að menn eins og Stefán fái að vaða um á visir.is og viðra pólitískar skoðanir sínar og birta þær sem „frétt“. Auðvitað er tómt rugl að leyfa slíkt. Hins vegar er arfaslök fréttastjórn á Fréttablaðinu og visir.is enda stefnan sú að mikið magn „frétta“ er betra en gæði þeirra. Meira að segja blaðamennirnir eru þessarar skoðunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Já það er merkilegt að öll þjóðin skuli ekki taka þátt í tilbeiðslu ykkar á Davíð Oddssyni.  Það er ekki ofsögum sagt af þessari illgjörnu þjóð.  Í besta falli er þetta hallærislegt að hlaða einn mann svona lofi í hans eigin blaðsnepli.

Ágúst Marinósson, 30.4.2016 kl. 18:01

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lestu pistilinn aftur, Ágúst. Þarna er ekkert efnislega um Davíð Oddson heldur „frétt“ á visir.is. Annars er það öfundverður hæfileiki að þú skuldir vita skoðun þjóðarinnar, nema auðvitað að þú sért þjóðin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.4.2016 kl. 18:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vinstri menn þola í öllu falli aldrei sannleikann, ef HHG segir hann.

Jón Valur Jensson, 1.5.2016 kl. 00:54

4 Smámynd: Ágúst Marinósson

Það er að vísu ágætt ef hægri menn geta sameinast um að falla fram og tilbiðja nátttröll fortíðar.  Ég tel samt betra að reyna að horfa til framtíðar og leyfa sagnfræðingunum að skrifa söguna þó að hún geti orðið sumum sár.

Ágúst Marinósson, 1.5.2016 kl. 11:35

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er afar kunnugleg taktík, hnýta í aðra og upphefja sjálfan sig um leið. Segir margt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.5.2016 kl. 11:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hannes mætti hafa í huga það gamla spakmæli, þegar hann mærir Davíð að oflof er háð.

það þykir annars ekki tilhlýðilegt að hossa stjórnmálamönnum fyrr en þeir eru dauðir og nokkrir áratugir liðnir frá því.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2016 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband