Enn skrökvar Egill Helgason ...
21.4.2016 | 12:01
Davíð Oddsson var orðinn mjög heitur að fara í forsetaframboð. Honum mun ekki hafa vaxið það í augum að takast á við Andra Snæ Magnason. Davíð er náttúrlega vanur að fara í kosningabaráttu og hafa sigur. Hann hefði sett upp sparisvipinn í kosningabaráttu, þótt hann hafi sýnt aðrar hliðar í ritstjórnarskrifum í Morgunblaðinu.
Vinstrimenn mega skrökva, fara með hálfsannleika eða bara giska. Allt er þeim leyfilegt og enginn maldar í móinn, allra síst virkur í athugasemdum. Ofangreint er úr pistli Egils Helgasonar á vefmiðlinum eyjan.is og auðvitað er það tóm vitleysa sem hrekkur upp úr Agli.
Ég hef það hins vegar frá áreiðanlegum heimildum, raunar fleiri en einni, að það hefur aldrei flögrað að Davíð Oddsyni að fara í forsetaframboð. Ástæðan er einföld: Embættið er ekki áhugavert, jafnvel þó núverandi forseti hafi reynt að móta það eftir eigin tilfinningum. Slíkt hefði Davíð Oddsyni aldrei dottið í hug að gera, hann er lögfræðingur og ber meiri virðingu fyrir stjórnarskránni en svo. Fyrir marga aðra kann vel launað innidjobb áhugaverður kostur.
Hins vegar ber Davíð ekki skoðanir sínar á torg umfram það sem kann að koma fram í skrifum hans í Morgunblaðinu. Þar af leiðandi er auðvelt fyrir vinstri menn eins og Egil Helgason að bera það á torg sem honum hentar. Raunar er það þannig að Egill hefur hatast við Davíð Oddsson allt frá öndverðu og sjaldnast haft eitthvað jákvætt um hann að segja.
Í ljósi þessa ber að skoða skrif Egils Helgasonar um Davíð Oddsson, aðra Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Hins vegar ber Davíð ekki skoðanir sínar á torg umfram það sem kann að koma fram í skrifum hans í Morgunblaðinu. "
Þarna hló ég upphátt.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2016 kl. 14:15
Sigurður, forsetinn ber virðingu fyrir stjórnarskránni og skilur hana. Það er samt alveg satt að Egill Helgason er ómarktækur.
Elle_, 21.4.2016 kl. 14:56
Ég er sammála Jóni Steinari. Þetta var "Laugh out loud funny," eins og þeir segja í Útlandinu.
Wilhelm Emilsson, 21.4.2016 kl. 18:26
En af hverju má ekki bara segja að maður sem er að ljúga sé að ljúga? Óþarfi að vera að nota pen orð yfir það. He is lying.
Elle_, 21.4.2016 kl. 19:08
Jæja Sigurður, - Gleðilegt sumar og allt það..jafnvel þó núverandi forseti hafi reynt að móta það eftir eigin tilfinningum. Slíkt hefði Davíð Oddsyni aldrei dottið í hug að gera, hann er lögfræðingur og ber meiri virðingu....Hægan, hægan....Nú verðurðu að passa að detta ekki úr söðlinum...Hæstvirtur DO (skammstöfun mín) hefði ÁKKÚRAT gert það á sinn einstaka og eftirminnilega stjórnunarhátt sem þjóðin elskaði hann fyrir (sic) og lögfræðingur segir þú...Hmmm...Sýndu svart á hvítu hvar það er statt í kerfinu fyrir þá sem ekki vita. - Bara forvitni. - Það er ekki nóg að "læra" að snúa við hamborgurum og vera með bréf upp á það og kunna síðan ekkert þegar að steikinni kemur.
Már Elíson, 21.4.2016 kl. 20:06
Sömu leiðis, Már. Alltaf gaman þegar þú lítur inn.
Hvað áttu annars við með þessu: „Sýndu svart á hvítu hvar það er statt í kerfinu fyrir þá sem ekki vita.“ Veit ekki alveg hvað ég á að sýna fram á.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.4.2016 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.