Er ólýðræðislegt ef sami maður er oft kjörinn forseti?
18.4.2016 | 20:13
Furðuleg er sú afstaða að forseti megi ekki vera við völd í sex kjörtímabil. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Hún talar oft um lýðræði en skilningur hennar á því virðist nú ekki rista djúpt.
Ég sé ekkert að því þótt sami maður sé forseti svo lengi sem hann fær fái meirihluta atkvæða í hvert skipti sem hann býður sig fram. Í því felst lýðræðið.
Hins vegar má alveg binda í lög að sá einn kjöri verði kjörinn sem fær meira en helming atkvæða miðað við þá sem eru kjörskrá. Ekki miða við kjörsókn. Þá lendum við í sömu vitleysunni og með flugvallakosninguna í Reykjavík og kosningu um stjórnarskrárhugmyndir stjórnlagaráðs að léleg kjörsókn sé ásættanleg.
Raunar er það svo að Birgitta heldur því þar að auki fram að hér á land geti minnihlutinn Alþingis ráðið þvert á það sem meirihlutinn vill.
Þetta með forsetakosningar og þingræðið ber ekki vott um að hún skilji eðli lýðræðisins. Miklu frekar að hún beygi það og beygli svo það virðist styðja skoðanir hennar.
Vonandi sjá kjósendur í gegnum svona ómerkilegan málflutning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, að sjálfsögðu ekki. Það er alltaf þjóðin sem velur. Það er ekkert ólýðræðislegt við það.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.4.2016 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.