Friðlýsum Ómar Ragnarsson, hann er einstakur
17.4.2016 | 18:56
Svo stutt er á milli slysa hjá Ómari Ragnarssyni að þjóðin verður að fara að gera það upp við sig hvort hún vilji ekki vernda hann sem náttúruundur eða þjóðararf. Náttúran er friðlýst, búnir eru til þjóðgarðar, náttúruvætt og fuglar eru friðlýstir. Byggt er hús yfir handritin og þau geymd við bestu hugsanlegu aðstæður um ókomna tíð.
Aðeins eitt eintak er til af Ómari Ragnarssyni. Það stykki verður að vernda og verja með öllum ráðum. Legg til að Alþingi lýsi því einfaldlega yfir að Ómar sé friðlýstur, maðurinn sé alltaf í rétti í umferð eða annars staðar, jafnvel þó hann sé í órétti.
Ómar Ragnarsson er nokkurn veginn óumdeildur þó örfáir fái eitthvað kikk út úr því að þrasa í honum á blogginu hans eða annars staðar.
Ég er þess fullviss að hefði maðurinn döngun í sér myndi þjóðin kjósa hann sem forseta, með yfirgnæfandi meirihluta.
Grínlaust, ef það er hægt þegar um Ómar er rætt, þá verður hann að fara að gæta sín. Ég á fimm barnabörn sem enn hafa ekki kynnst list hans og síðan koma börnin þeirra einn góðan veðurdag.
Svo megum við ekki gleyma baráttu hans fyrir náttúru landsins. Hann er þar í fararbroddi og sú barátta stendur enn yfir.
Ekið á Ómar Ragnarsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mátti Ómar hjóla yfir gangbrautina? Á ekki alltaf að teyma reiðhjól?
Aztec, 17.4.2016 kl. 19:39
Það mátti skilja á fréttinni að hann hafi verið að hjóla yfir á gangbrautinni. Það má að sjálfsögðu ekki samkvæmt umferðalögum. En vonandi hefur hann stigið af hjólinu og leitt það yfir.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.4.2016 kl. 20:08
Nær útilokað er að ætlast til þess að hjólreiðamaður leiði hjól yfir gangbraut. Hvergi í umferðareglum stendur að aka megi á hjólandi mann á gangbraut. Í raun er það þannig að gangbraut þýðir biðskylda fyrir báða, ökumann og gangandi vegfaranda (eða hjólandi). Báðir aðilar þurfa að gæta að umferð, sá akandi að gangandi eða hjólandi, og þeir að akandi. Þetta er ákaflega einfalt en slys verða sjaldnast nema vegna mannlegra mistaka.
Um þetta fjallar þó ekki pistillinn og er allt annað mál.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2016 kl. 20:18
Það er að sjálfsögðu ekkert mál fyrir hjólreiðamanninn að fara að lögum og leiða hjólið yfir gangbrautina. Og það er ótvíræður réttur gangandi vegfaranda að hafa forgang þegar kemur að gangbrautinni, ekki ökumannsins. Það er að sjálfsögðu bannað að aka á gangandi vegfaranda, hjólreiðafólk og á aðra bíla. En varðandi trygginguna þá fellur tryggingin úr gildi ef sá sem ekið er á hefur ekki fylgt umferðalögum eða sýnt gáleysi.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.4.2016 kl. 21:04
Er gangbraut sama og sebra-gangbraut, eða....?? - Ég hef séð hjólreiðamenn ýta takka við "gangbrautir" (sem eru ekki málaðar sebra-merkingum) og hjóla svo yfir fyrir framan mann þegar ljósið er komið fyrir þá. - Nú veit ég ekki.
Már Elíson, 17.4.2016 kl. 21:30
Má aka á hjólandi vegfaranda sem er staddur á götunni?
Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2016 kl. 21:51
Góður, Guðmundur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2016 kl. 21:53
Hann á það kannski alveg skilið að verða friðlýstur.
Elle_, 17.4.2016 kl. 23:30
Hjartanlega sammála síduhöfundi. Ómar tharf ad vardveita svo lengi sem unnt er. Spurning hvort ekki sé komid nóg af thessu brölti hans á Náttfara, um götur borgarinnar. Thad tharf svo lítid til ad fólk á hans aldri fari illa út úr óhöppum og meidslin geta ordid thrálát og sein ad gróa. Spurning hvort borgarbúar taki barasta ekki ad sér ad skutla karlinum erinda sinna, en taepast "gúdderar" hann thad.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.4.2016 kl. 00:22
Það er full ástæða til að þakka fyrir að ekki fór verr og óska Ómari góðs og skjóts bata. Þegar Ómar þakkar hjálminum, er ástæða til þess að þeir leggi við hlustir, sem eitthvert vit hafa að verja í kollum sínum.
Rétt eins og aðrir menn - er Ómar auðvitað friðaður nú þegar - og sú friðun er í gildi allt árið.
Þorkell Guðnason, 18.4.2016 kl. 00:29
Það eru deildar meiningar um að bannað sé að hjóla yfir gangbraut og fátt sem bendir til að það sé réttur skilningur á umferðalögum. Í það minnsta gerir lögregla ekki athugasemd við það og ekkert tryggingafélag hefur reynt að koma sér undan bótaskyldu þegar bílar tryggðir hjá þeim hafa ekið niður hjólreiðamenn sem hafa hjólað yfir gagnbraut. Ég sjálfur hef lent tvisvar í árekstri við bíl við slíkar aðstæður. Í öðgu tilfelli gerði viðkomandi ökumaður tilraun til að koma sökinni yfir á mig en niðurstaða tryggingafélaganna var sú að ég væri í rétti. Í hinu tilfellinu vísaði ökumaðurinn einfaldlega á tryggingafélagið sem viðurkennid bótaskyldu og greiddi mér tjónið. Þeir sem halda því fram að það beri að leiða reiðhjól yfir gangbraut eiga sér fáa fylgismenn meðal sérftæðinga í umferðalögum.
Sigurður M Grétarsson, 18.4.2016 kl. 08:02
Þakka fyrir nafni. Útskýringar þína varpa sannfærandi ljósi á málið hvað varðar fyrirspurnir og athugasemdir manna hér að ofan. Hjóla sjálfur alltaf yfir gangbrautir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2016 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.