Ríkisstjórn sem nýtur þriðjungs fylgis vegna ...
6.4.2016 | 15:22
Panamamálið tætir fylgið af stjórnarflokkunum: Ná ekki þriðjungi atkvæða
Þannig segir í frétt á vefmiðlinum pressan.is. Líklega er hún rétt.Þá flögrar hugurinn að síðustu ríkisstjórn. Hvað skyldi hafa tætt fylgið af henni?
Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn hefur gert allt rétt, ekki misstigið sig í neinu máli. Auðvitað hefði hún mátt gera betur, til dæmis hækka eftirlaun, styðja betur við bakið á öryrkjum, stuðla að jafnara og betra húsnæðiskerfi og ekki síst afnema verðtryggingu lána og lækka vexti á húsnæðislánum.
Panamamálið hefur haft gríðarleg áhrif á stuðning við ríkisstjórnina og greinilegt er að hún kann ekki að koma því á framfæri sem vel er gert. Við öllum blasa persónuleg málefni forsætisráðherrans og konu hans. Og allt varð vitlaust.
Gott og vel. Rifjum upp árið 2012 en þá var fylgi ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms komið niður fyrir þriðjunginn. Ástæðan var ekki neitt panama-mál, ekki slök almannatengsl, ekki einkamál ráðherra ... heldur allt hitt: Icesave, verðtryggingin, aldraðir, öryrkjar, heilbrigðismál, breyting á stjórnarráðinu, skattahækkanir og svo framvegis nær út í það óendanlega.
Já, þessi skrif eru einhvers konar réttlæting vegna þess að efnahagsleg staða landsins góð, það er staðreynd. Hún versnar ekki þó nýr forsætisráðherra setjist í stólinn við Lækjartorg. Hún myndi ekki einu sinni versna þó kosningar færu fram og nýr meirihluti tæki við stjórnartaumunum.
En drottinn minn dýri. Það yrði nú hrikalegt ef við fengjum aðra ríkisstjórn sem hefði það helsta vandamál að smala köttum eða kettlingum. Þá væri framtíðin dökk.
Lesandi gæti eflaust lesið sitthvað út úr meðfylgjandi línuriti sem ég hnuplaði af heimasíðu Gallup. Tel mig eiga það inni eftir að hafa verið í símasambandi og tölvusambandi við fyrirtækið síðustu vikur.
Jú, núverandi ríkisstjórn tapar greinilega fylgi. Ekki þó vegna skuldastöðu ríkissjóðs eða verðbólgu. Nei, vegna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, það er allt of sumt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Núverandi ríkisstjórn tók við bísna góðu búi, kemur m.a. fram í auglýsingu þessarar stjórnar(sennilega óvart). þessi stjórn var byrjuð að falla áður en Panamaskjölin komu til, þannig að ekki hægt að skella allri skuldini á þau. þessi stjórn byjaði fall sitt fljótlega eftir fyrstu aðgerðir sínar, lækkun aulindaskatts og afnám stóreignaskatts. Fólki var misboðið. Steininn tók eðlilega út varðandi skuldaniðurfellinguna, sem átti að koma úr hendi hrægamma, en kom úr hendi skattborgara og eigin fé skuldara þ.e. séreignalífeyrissjóðs þeirra. Endaði samt að stóru leiti hjá því fólki sem raunverulega enga þörf hafði. Sennilega er kjánalegt af mér að skrifa það sem ég er að skrifa, þar sem við virðumst hafa svo misjafna sýn á staðreyndir. Icesave er svo auðvitað í eðli sínu einfallt, en búið að gera svo torvelt, hitakennt, samt búið og gert. Samt merkilegt, og hefur ekki farið hátt, að þessi ríkisstjórn gerði á endanum eina Icesave samningin sem gerður var upp á 20 miljarða, svo leynilegan að fyrri samningar blikkna í samanburði:) Hafðu góðar stundir.
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2016 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.