Þingkosningar í fyrsta lagi í septemer
5.4.2016 | 13:44
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki með langa reynslu í stjórnmálum. Honum hefur orðið fótaskortur nokkrum sinnumsem bendir eindregið til reynsluleysis. Stóru mistök hans voru að heita minnihlutastjórn Vinstri grænum og Samfylkingu stuðningi árið 2009. Framsóknarflokkurinn græddi ekkert á því, þjóðin fékk á sig vinstri stjórn sem stóð sig illa.
Hin stóru mistökin eru þau að hóta Sjálfstæðisflokknum núna þingrofi ef hann standi ekki sameinaður með Framsóknarflokknum í því stórviðri sem hann gengur nú í gegnum vegna alvarlegra mistaka Sigmundar.
Forseti Íslands neitaði réttilega að veita forsætisráðherra heimild til þingrofs. Til að svo megi verða þurfa báðir að samþykkja, forseti og forsætisráðherra.
Hið eina sem lítur út fyrir að gerist í dag er að Sjálfstæðisflokkurinn ákveði að slíta stjórnarsamstarfinu enda ljóst að nú er orðin allbreið almannagjá milli þings og þjóðar. Gerist það segir forsætisráðherra af sér og þá þarf að mynda meirihlutastjórn. Takist það ekki verður að boða til þingkosninga og á meðan þarf þá minnihlutastjórn að stjórna landinu.
Vandinn er í því fólginn að forsetkosningar verða í sumar. Ótækt er að halda þingkosningar á sama eða svipuðum tíma. Þar af leiðir að þingkosningar geta í fyrsta lagi verið í september. Þangað til þarf minnihlutastjórn að stýra landinu.
Líkur benda til þess að það verði Sjálfstæðisflokkurinn sem skipi hana og stjórnarandstaðan tryggi honum stuðning til þess. Aðrir möguleikar virðast ekki vera uppi á borðinu. Varla að stjórnarandstaðan vilji Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn næsta hálfa árið.
Veitti ekki heimild til þingrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.