Botnlaus þvæla í Svani Kristjánssyni prófessor

For­seti Íslands tók sér vald til að velja Sig­mund Davíð í embætti for­sæt­is­ráðherra ­íslenska lýðveld­is­ins. For­seti Íslands ber því ábyrgð á áfram­hald­andi setu hans sem for­sæt­is­ráðherra.

Þetta segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í „frétt“ á mbl.is. Veit ekki á hvorum ég er meira hissa, á prófessornum sem hefur engan skilning né þekkingu á stjórnskipulagi landsins eða Mogganum að birta þessa þvælu.

Staðreyndin er sú að forsetinn er ábyrgðarlaus af öllum athöfnum ríkisstjórnar. Hann ber ekki ábyrgð á henni þó svo að hann hafi skipað einhvern til að mynda ríkisstjórn. Við búum við þingbundið stjórnskipulag, forseti getur ekki sett forsætisráðherra af meðan hann nýtur meirihlutafylgis á þinginu. 

Dettur einhverjum í hug að það væri eftirsóknarvert að forsetinn geti samkvæmt eigin duttlungum ráðið og rekið ráðherra og jafnvel sparkað ríkisstjórn? Ástæðan fyrir því að við höfum lög og reglur um stjórnarráð Íslands er að við viljum að hlutirnir séu í föstu skipulagi. Þannig er þetta í öllum löndum sem máli skipta.

Þvælan í Svani Kristjánssyni, prófessor, bendir ekki til annars en að hann sitji í embætti sínu án nauðsynlegrar þekkingar og kunnáttu. Nema hann sé hreinlega orðinn ær ...


mbl.is Forseti Íslands ber sérstaka ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar M. Atlason

Ef ekki er ástæða til þess núna, hvenar þá?

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

Einar M. Atlason, 4.4.2016 kl. 14:45

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einar Már, þú veist væntanlega að þingræði ríkir hér á landi. Í því felst að ríkisstjórn situr í skjóli þingmeirihlutans. Forsetinn getur ekki ógilt kosningar eða rofið þing þvert á vilja meirihlutans.

Jú, væntanlega þykir ýmsum meiri ástæða til þingrofs en áður. Það breytir hins vegar ekki þessu með þingræðið. Þetta þýðir að þingrofi getur forseti ekki beitt nema með ákvörðun forsætisráðherra. Svo er það annað mál að í samsteypustjórn eru oftast samningar um að þingrofi sé ekki beitt nema samþykki beggja eða allra meirihlutaflokka sé fyrir hendi. 

Forsætisráðherra hefur hins vegar rofið þing án vilja meirihlutans.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2016 kl. 14:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnarskráin taar hér líka skýrum stöfum

(http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html):

"11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna."

"13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband