Vorið kemur að venju sumardaginn fyrsta

GæsirNú er að byrja sá tími er nokkrir fjölmiðlaglaðir íbúar á suðvesturhorni landsins og jafnvel víðar halda því fram að vorið sé að koma. Vissulega er það rétt, vorið nálgast.

Hins vegar er enn langt í vor. Segja má með réttu að sumardagurinn fyrsti sé upphafsdagur vorsins enda er vor og sumar nátengd misseri. 

Þeir sem hafa hætt sér út fyrir hússins dyr á undanförnum vikum sjá greinileg merki þess að vorið er í nánd. Birtan er önnur og meir en hún var, sólin hækkar á lofti og þegar hún nær að skína má finna fyrir heitum geislum hennar.

Daglega geng ég í og úr vinnu og finn á ferð minni hvernig veðurlagið hefur breyst. Snjó hefur tekið af göngustígum þó víða sé enn hált og gæsirnar rífa stólpakjaft við hjólreiðamenn og göngumenn enda telja þær sig eiga fyrsta veðrétt og notkunarrétt á umhverfinu. 

Hitt eiga allir að vita að þó birti og hlýni má búast við snjókomu og frosti næstu vikurnar. Fastur liður er að þessir fjölmiðlaglöðu lýsi yfir vonbrigðum sínum yfir veðráttunni og krefjist jafnvel þess að veðrið batni. Þetta er gagnslaust tuð. Ef við erum heppin kemur vorið eitthvað fyrr en sumardaginn fyrsta. 

Enginn finnur þó fyrir veðráttunni nema reyna hana á eigin skinni. Þess vegna á fólk að fara út og hætta að væla fyrir innan stofugluggann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband