Jón Baldvin fagnar því að Ísland gekk ekki í ESB

Hér talar maður [Jón Baldvin Hannibalsson um sjálfan sig] sem var harvítugasti talsmaður þess að við eftir hrun gengjum í samfélag lýðræðisríkja, Evrópusambandið.

Ég hef endurskoðað þá afstöðu. Einfaldlega vegna þess að þegar ég horfi á Evrópu, þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist - og það er kreppa eftir kreppu eftir kreppu. Peningasamstarfið er byggt á röngum grunni og stenst ekki. Það mun ekki standast nýtt áhlaup

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, var einn af skelleggustu fylgismönnum aðildar Íslands að Evrópusambandinu og sparaði þá hvorki stór orð né smá. Sem betur fer var þjóðin ekki sammála honum og ríkisstjórnin sem ætlaði inn í ESB fékk maklega ráðningu í kosningunum 2013. Í viðtali við morgunútvarp Ríkisútvarpsins lét hann ofangreind orð falla.

Hugsum okkur nú að Jóhönnu, Steingrími, Össurri og Katrínu (meintur forsetaframbjóðandi 2016) og fylgismönnum þeirra hefðu tekist að koma Íslandi inn í ESB. Hvernig væri þá staðan núna fyrir þjóðina í sambandinu sem Jón Baldvin líkir við brennandi hús og markmiðin séu bókstaflega sjálfsmorðsleiðangur og forystan hafi brugðist? Í stað þess stendur þjóðin betur en nokkru sinni fyrr.

Sú stefna sem Evrópusambandið hefur rekið undir forystu Merkel gagnvart þeim þjóðum sem fóru verst út úr hruninu (þá er ég að tala um Grikkland, Kýpur, Íberíuskagann og Írland) er rugl! Tómt efnahagslegt rugl! Og ekki boðleg.

Frammistaða Evrópusambandsins gagnvart þeirri áraun sem fylgja flóttamannahræringum um allan heim sýnir algjört pólitískt forystuleysi, alltaf viðbrögð við atburðum eftir á, og skammarlega lítilmennsku

Honum Jóni Baldvin er greinilega stórlega létt að við skulum ekki vera í ESB.

Annars spái ég því að Jón Baldvin muni á næstunni sá sig tilknúinn að hitta formann Sjálfstæðisflokksins og þakka honum fyrir að hafa barist gegn aðildinni að ESB. Síðan ber honum að þakka Framsóknarflokknum, Jóni Bjarnasyni fyrrum þingmanni og ráðherra VG í ríkisstjórn Jóhönnu og fleira góðu fólki sem lögðu hönd á plógu og komu í veg fyrir að Íslandi hefði verið þröngvað inn í ESB, án þess að heimild væri fengin hjá þjóðinni.

Annað væri ekki kurteisi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband