Sighvatur vill frjálsan innflutning á menguðum matvælum og sýklum

Nú er ástandið þannig að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarnarmiðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði víða um heim. Læknar og vísindamenn eru að glíma við ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Þetta segir Guðni Ágústsson fyrrum þingmaður og ráðherra í góðri grein í Morgunblaði dagsins. Hann hrekur það sem annar þingmaður og ráðherra, Sighvatur Björgvinsson, skrifaði um daginn í sama blað. Í henni ber sá síðarnefndi saman innflutningi á ferskum kjöti og ferðamönnum. Sighvatur reynir að vera fyndinn og finnst ótækt að ferðamennirnir séu ekki frystir í þrjátíu daga við komuna til landsins rétt eins og til dæmis er gert við nautakjöt.

Guðni er eðlilega ekki á sama máli og segja má að með grein sinni slátri hann rökum Sighvats.

Af hverju heldurðu að hér ríki bann á innflutningi lifandi dýra og hrás kjöts og matvæli skuli vottuð og heilbrigðisskoðuð sérstaklega? Það er gert til að tryggja dýravernd og forðast pestirnar og verja fólkið í landinu í leiðinni. Þú ert að reyna að rugla almenningsálitið með skrifum þínum.

Það sem Guðni nefnir hér að ofan er í raun kjarni málsins. Sighvatur heldur því fram að innflutningur sé í raun hættulaus og hann sé þar að auki neytendum í hag, þeir fái þar með ódýrari og jafnvel betri landbúnaðarafurðir. Guðni hefur aftur á móti rök við þessu og segir:

Veistu, að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er notað meira af sýklalyfjum í landbúnaði en fyrir mannfólk? Hér segja læknavísindin okkur að »ónæmar bakteríur geti hæglega borist til landsins með innfluttum matvælum og líkurnar séu meiri sé um hrátt kjöt frá verksmiðjubúum að ræða þar sem notuð eru sýklalyf til að örva vaxtarhraðann eða grænmeti sem vökvað eða skolað er með bakteríusmituðu vatni.

Þetta finnst Sighvati Björgvinssyni greinilega ekkert tiltökumál svo fremi sem innfluttar landbúnaðarafurðir séu á lægra verði - eða þá að hann veit ekki betur.

Margir telja að innflutningur landbúnaðarafurða geti verið stórkostlega hættulegur út frá þeim rökum sem Guðni nefnir. Til viðbótar kemur sú staðreynd að í öllum löndum eru landsbúnaðarafurðir niðurgreiddar og þar með innflutningur hingað. Vart er að treysta því að svo verði til frambúðar og hversu mikið hækka þau í verði þegar dregur úr niðurgreiðslum eða þær hætta.

Hér á landi hefur sú skoðun verið ríkjandi að þjóðin þyrfti að vera sjálfri sér næg um framleiðslu landbúnaðarafurða, talað er um fæðuöryggi. Þó svo að deilur séu um verð og fjárhæð innlendrar niðurgreiðslu hefur í raun verið þverpólitísk stefna að hér á landi sé rekinn landbúnað í friði fyrir niðurgreiddri erlendri samkeppni. O

g svo má spyrja hversu mikið eigum við að leggja í sölurnar til að viðhalda heilbrigðri framleiðslu og koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Guðni segir þetta:

Veistu, Sighvatur, af hverju læknar sprautuðu þig áður en þú fórst til Afríku? Það var gert til að verja líf þitt gegn menguðum matvælum og sýklum. [...]

Veistu, Sighvatur, að Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýkladeildar Landspítalans, segir að þrátt fyrir að í starfi sínu fáist hann mest við sýkla í mönnum sé ekki hægt að skilja menn frá dýrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað svo ríkt í vinstrinu að áhættuna skuli alltaf taka á fólki/neytendum vegna ágóða verslunarinnar.  

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband