Nei takk, ekki Baldur Þórhallsson

Spurt er í dag í könnun á vegum Gallups á Íslandi hvort stuðningur sé fyrir því að Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, verði næsti forseti Íslands.

Ég hef engan áhuga á Baldri. Held að nóg sé af vinstri gáfumönnum í hugsanlegu framboði svo ekki bætist við einn enn.

Greinilegt er að margir eru að hugsa sér til hreyfings nú þegar þokkalega launað starf á Bessastöðum er í boði. Helst er snoppufrítt fólk sem lítið sem lítt hefur skarað framúr samborgurum sínum sjái djobbið í ljósrauðum bjarma, jafnvel eldrauðum. Má vera að þjóðin þurfi á lítilsigldum náunga að halda, manni sem hefur helst ekki neinar skoðanir aðrar en þær sem falla hinum vinstrimönnum vel í geð.

Vinir eru þó vinum verstir. Vinstri gáfumaður þarf þó ekki alltaf að vera trúr og dyggur vinur vinstri intelligensíunnar þegar á reynir. Dæmi eru um að vinstri gáfumaður í embætti forseta Íslands hafi valið að standa frekar með þjóðinni. Slíkt er kallað að standa í lappirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband