Hvar eru Löngufjörur og Skógarnes?
4.1.2016 | 13:32
Mogginn skilur oft ekki lesendur sína. Sumir blaðamenn skila inn illa skrifuðum fréttum eða fréttum sem ekki fáir skilja og enginn á ritstjórninni lítur yfir og segir til um hvað betur megi fara.
Hvar eru Löngufjörur á Snæfellsnesi, hvar er Skógarnes? Er Skógarnes bær eða örnefni? Og hvað með landakort?
Til eru örnefnin Ytra- og Syðra-Skógarnes og bær sem ber nafnið Syðra-Skógarnes. Þarna eru engir skógar en syðra nesið, sem raunar er það austara samkvæmt korti, gengur út í leirurnar við ósa Haffjarðarár. Þar heita Löngufjörur og eru þær taldar ná allt að Stakkhamri sem er austan Straumfjarðarár.
Ef vesæll bloggari getur kastað upp korti á fimm mínútum þá hlýtur Mogginn að geta miklu betur.
Ég valdi gamla Atlaskort Landmæling Íslands af því að það er fyllra á þessum slóðum en yngri kort. Inn á kortið hef ég merkt helstu örnefni og bæjarnöfn sem máli skipta.
Svo minnist ég þess að í ævisögu Árna Þórarinssonar, prófasts, er getið um konu sem bjó á Skógarnes og hann hafði miklar mætur á. En hver veit um þann mann og hver hefur lesið hina stórbrotnu ævisögu hans sem Þórbergur Þórðarson skráði? Jú, hann er langalangaafi núverandi formanns Samfylkingarinnar.
Eftir að hafa pælt í kortum er ég sannast sagna engu nær um hvar bíll ferðamannsins fannst. Þó um sé að ræða hörmulegan atburð er ástæða til að hvetja blaðamenn Morgunblaðsins til að sinna lesendum sínum betur og flytja fyllri fréttir af staðreynum mála.
Landafræði er grunnfag fyrir þá sem starfa við blaðamennsku hér á landi. Nú er hins vegar svo komið að margir yngri blaða- og fréttamenn vita sáralítið um landið, sem er svo sem allt í lagi ef þeir kunna að leita heimilda.
Fyrst talið að tveggja væri saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert á röngum slóðum því af myndinni með fréttinni að dæma eru Löngufjörur uppi á fjallstindi.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2016 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.